Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

978. fundur - 12. febrúar 2002

Ár 2002, þriðjudaginn 12. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði
honum, en auk hans sátu fundinn, Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson,
Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Einnig sat fundinn Þór Örn
Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert. Oddviti kynnti eftirfarandi boðaða dagskrá í 11 liðum:

1.  Þriggja ára áætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árin 2003-2005, fyrri umræða.

2.  Starfsleyfi til Særoða e.h.f. fyrir þorskeldi í Steingrímsfirði.

3.  Íbúaskrá Hólmavíkurhrepps 1.des. s.l. ásamt íbúatilfærslum á árinu 2001.

4.  Greinargerð frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um hlutdeild sveitarfélaga í þróun vísitöluverðs s.l. 12 mánuði.

5.  Frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga.

6.  Frumvarp á Alþingi um breytingu á lagaákvæðum er varða samgönguáætlun o.fl.

7.  Fundargerð bygginganefndar íþróttahúss-og sundlaugar frá 6. febrúar 2002.

8.  Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 16. janúar 2002.

9.  Fundargerð stjórnar Hafnarsambands sveitarsambands sveitarfélaga frá 11. jan. s.l.

10. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands um Yrkjusjóðinn.

11. Fundargerð námsgagnastjórnar frá 19. nóvember 2001.


Þá var gengið til dagskrár:

1. Þriggja ára áætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árin 2003-2005, fyrri umræða: 

Sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlun til þriggja ára. Eftir umræður
var samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.

2. Starfsleyfi til Særoða ehf. fyrir þorskeldi í Steingrímsfirði: 

Borist hefur bréf dags. 25. janúar 2002 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt
drögum að starfsleyfi fyrir fiskeldisstöð Særoða ehf. Samþykkt var að
fresta málinu til næsta hreppsnefndarfundar.

3. Íbúaskrá Hólmavíkurhrepps 1. des. sl. ásamt íbúatilfærslum á árinu 2001:

Borist hefur bréf dags. 30. janúar 2002 frá Hagstofu Íslands, ásamt íbúaskrá
og tilkynningum um lögheimilisflutninga úr sveitarfélaginu og í það. Farið
var yfir íbúaskrána og sveitarstjóri mun athuga hana nánar.

4. Greinargerð frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um hlutdeild sveitarfélaga í þróun vísitöluverðs sl. 12 mánuði:  

Borist hefur frá Hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. jan. 2002, upplýsingar og töflur um þætti í neysluverðsvísitölunni, sumir eru á vegum sveitarfélaganna. Lagt fram til kynningar.

5. Frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga:

Borist hefur bréf dags. 29. janúar 2002 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt
Frumvarpi til laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Samþykkt var að fela
sveitarstjóra að senda umsögn um frumvarpið í samræmi við ábendingar í
umræðum.

6. Frumvarp á Alþingi um breytingu á lagaákvæðum er varða samgönguáætlun o.fl.:     

Borist hefur bréf dags. 30. janúar 2002 frá samgöngunefnd Alþingis
ásamt Frumvarpi til laga um breytingu á lagaákvæðum er varða samgönguáætlun.Lagt fram til kynningar.

7. Fundargerð bygginganefndar íþróttahúss og sundlaugar frá 6. febrúar 2002: 

Lögð fram fundargerð byggingarnefndar íþróttahúss og sundlaugar.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

8. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 16. janúar 2002: 

Borist hefur bréf dags. 28. janúar 2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð frá 6. fundi Launanefndar og samstarfsnefndar Starfsgreinasamb. Íslands. Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 16. jan. 2002:

Borist hefur fundargerð frá 250. fundi stjórnar Hafnarsambands
sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands um Yrkjusjóðinn:   

Borist hefur bréf um tíu ára starfssemi Yrkjusjóðsins. Lagt fram til kynningar.

11. Fundargerð námsgagnastjórnar frá 19. nóvember 2001: 

Borist hefur fundargerð frá 357. fundi námsgagnastjórnar. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.55.

Engilbert Ingvarsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Birna Richardsdóttir  (sign), Daði Guðjónsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Þór Örn Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign).
 

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson