Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

979. fundur - 26. feb. 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 26. febrúar var haldinn fundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði
honum, en auk þess sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson,
Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Auk þeirra sat fundinn
Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.
Oddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 10. mál verði tekið
á dagskrá: Byggðaáætlun - Strandir.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 10 töluliðum:

  1. Þriggja ára áætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árin 2003-2005, síðari umræða.

  2. Starfsleyfi til Særoða ehf. fyrir þorskeldi í Steingrímsfirði.

  3. Fundargerð 14. aðalfundar Héraðsnefndar Strandasýslu frá 18. nóvember 2001.

  4. Erindi frá Laugarhól ehf.

  5. Bréf varðandi áformaða sögusýningu í Dalbæ á Snæfjallaströnd.

  6. Aukafundur Hafnarsambands sveitarfélaga um frumvarp til hafnalaga, ásamt fundargerð stjórnar Hafnarsambandsins.

  7. Frumvarp á Alþingi til hafnalaga.

  8. Fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 14. febrúar 2002.

  9. Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga frá síðustu vikum.

  10. Byggðaáætlun - Strandir.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Þriggja ára áætlun Hólmavíkurhrepps fyrir árin 2003-2005, síðari umræða.

Fjárhagssáætlun til þriggja ára lögð fram til síðari umræðu. Fjárhagsáætlunin 2003-2005 var samþykkt samhljóða. 

2. Starfsleyfi til Særoða ehf. fyrir þorskeldi í Steingrímsfirði.

Starfsleyfi fyrir þorskeldi Særoða ehf. í Steingrímsfirði lagt fyrir öðru
sinni. Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfisins.

3. Fundargerð 14. aðalfundar Héraðsnefndar Strandasýslu frá 18. nóvember 2001. 

Lögð fram fundargerð Héraðsnefndar Strandasýslu, aðalfundar 18. nóv.
sl. og hún rædd.

4. Erindi frá Laugarhól ehf. 

Borist hefur bréf dags. 15. febr. 2002 frá Laugarhól ehf. um hlutafjáraukningu. Samþykkt var að hreppurinn nýti ekki forkaupsrétt til hlutabréfakaupa.

5. Bréf varðandi áformaða sögusýningu í Dalbæ á Snæfjallaströnd. 

Borist hefur bréf dags. 7. febr. 2002 frá Ferðaþjónustunni í Dalbæ, ásamt kynningu á væntanlegri rímnahátíð og byggðasögusýningu þann 22. júní n.k. Lagt fram til kynningar.

6. Aukafundur Hafnarsambands sveitarfélaga um frumvarp til hafnalaga, ásamt fundargerð stjórnar Hafnarsambandsins. 

Borist hefur bréf dags. 14. febrúar 2002 frá Hafnasambandi sveitarfélaga ásamt frumvarpi til hafnalaga og fundargerð frá 251. fundi stjórnar Hafnasambandsins. Lagt fram til kynningar.

7. Frumvarp á Alþingi til hafnalaga. 

Borist hefur til umsagnar bréf dags. 19. febrúar 2002 ásamt frumvarpi til hafnalaga. Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 14. febrúar 2002.

Lögð fram fundargerð byggingar-, skipulags- og umferðarnefndar frá 14. febr.
Samþykkt samhljóða.

9. Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga frá síðustu vikum. 

Borist hefur bréf dags. 12. febrúar 2002 frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt
fundargerðum frá 52. fundi Fél. ísl. leikskólakennara og Launanefndar og
177. fundi Launanefndar. Einnig frá 4. og 5. fundi Launanefndarinnar og
Kjarna. Lagt fram til kynningar.

10. Byggðaáætlun - Strandir. 

Unnið er að sérstakri byggðaáætlun fyrir Vestfirði á vegum sveitarfélaganna. Oddvitar í Strandasýslu hafa komið saman og mótað drög að tillögum fyrir Strandir, sem liggur fyrir fundinum í 15 köflum. Tillögur um byggðaáætlun Stranda var allmikið rædd, einkum kafli um samgöngumál og var hreppsnefndin ósammála forgangsröðun í tillögu um vegaframkvæmdir. Samþykkt var að fela sveitarstjóra og oddvita að gera tillögur til breytinga í samræmi við umræður.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl.19.10.

Engilbert Ingvarsson (sign), Daði Guðjónsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Þór Örn Jónsson (sign).

  

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson