Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

981. fundur - 15. mars 2002

Ár 2002 föstudagur 15. mars var haldinn aukafundur í hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Eysteinn Gunnarsson oddviti setti fundinn og stjórnaði
honum, en auk þess sátu fundinn Birna Richardsdóttir, Daði Guðjónsson,
Haraldur V.A. Jónsson og Elfa Björk Bragadóttir. Auk þeirra sat fundinn
Þór Örn Jónsson sveitarstjóri. Fundarritari var Elfa Björk Bragadóttir.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 13.00.

Þetta var gert:

Fyrir fundinum liggur eitt mál sem er "Byggðaáætlun Vestfjarða".

Farið var yfir drög að byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Að vinnslu á drögunum
hafa komið starfsmenn Atvinnuþróunarfélagsins, atvinnu- og ferðamálafulltrúa
Ísafjarðarbæjar og starfsmaður Byggðasafns Vestfjarða. Sveitarfélög í
Strandasýslu sendu inn tillögur sem eru teknar með að einhverju leyti.
Hvert og eitt atvinnusvæði fær ekki sérstaka umfjöllun né eru allar
einstakar tillögur settar fram. Reynt er að sameina þær eftir því sem tök
eru á. Allt aðsent efni verður sett með sem fylgigagn með tillögunni og þar
koma áherslur heimamanna á hverjum stað fyrir sig. Nokkrar athugasemdir
komu fram við drögin og er sveitarstjóra falið að koma þeim á framfæri.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14.05.

Eysteinn Gunnarsson (sign), Daði Guðjónsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Þór Örn Jónsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir.

  

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson