Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

982. fundur - 26. mars 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 26. mars var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Varaoddviti Birna Richardsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hennar sátu fundinn Daði Guðjónsson, Már Ólafsson varamaður, Haraldur V.A. Jónsson og Júlíana Ágústsdóttir varamaður.  Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:      

Varaoddviti flutti tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá að 9. máli yrði bætt við þ.e. tillaga um sameiningu Kirkjubólshrepps og Hólmavíkurhrepps, ásamt viljayfirlýsingu. Afbrigði var samþykkt samhljóða. Varaoddviti kynnti þá dagskrá í 9. liðum:

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

1.                  Erindi frá Svæðismiðlun Vestfjarða varðandi starfsþjálfun ungmenna í Svíþjóð.

2.                  Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, varðandi starfsleyfi Ú.A. fyrir þorskeldi í Steingrímsfirði.

3.                  Vestfjarðakynning í Perlunni 3.-5. maí n.k.

4.                  Dagur fjölskyldunnar 15. maí n.k.

5.                  Fundargerðir samstarfsnefndar launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

6.                  Fundargerðir verkefnisstjórnar Launanefndar sveitarfélaga og Félags tónlistarkennara / Félags hljómlistarmanna.

7.                  Fundargerðir samstarfsnefndar launanefndar og Kjarna, bæjarstarfsmannafélaga.

8.                  Erindi frá Landbúnaðarráðuneyti varðandi umsögn um frumvarp til laga um landgræðslu.

9.                    Tillaga um sameiningu Kirkjubólshrepps og Hólmavíkurhrepps, ásamt viljayfirlýsingu.

  Þá var gengið til dagskrár:  

1.       Erindi frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða varðandi starfsþjálfun ungmenna í Svíþjóð. Borist hefur bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dags. 19. mars 2002 um styrk v/starfsþjálfunar í Svíþjóð, til ungmenna. Farið er fram á ferðastyrk að upphæð kr. 40.000.- fyrir tvo umsækjendur þá Gunnar Núma Hjartarson og Hrólf Örn Böðvarsson. Samþykkt var samhljóða að veita hvorum fyrir sig kr. 20.000.- eins og farið er fram á.

2.       Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, varðandi starfsleyfi Ú.A. fyrir þorskeldi í Steingrímsfirði. Borist hefur bréf dags. 7. mars 2002 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt drögum að starfsleyfi fyrir fiskeldisstöð Útgerðarfélags Akureyringa. Samþykkt var að vísa málinu til næsta fundar.

3.       Vestfjarðakynning í Perlunni 3.-5. maí nk. Borist hafa upplýsingar um atvinnuvegasýningu og Vestfjarðakynningu í Perlunni 3.-5. maí nk. Lagt fram til kynningar.

4.       Dagur fjölskyldunnar 15. maí nk. Borist hefur bréf dags. 12. mars 2002 frá fjölskylduráði um dag fjölskyldunnar þann 15. maí nk. Lagt fram til kynningar.

5.        Fundagerðir samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Borist hefur bréf dags. 14. mars 2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt 41., 42., 43., og 45. fundi samstarfsnefndar Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

6.        Fundargerðir verkefnisstjórnar Launanefndar sveitarfélaga og félags tónlistarkennara / Félags hljómlistarmanna. Borist hefur bréf dags. 18. mars 2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerðum L.N. og FT/FÍH frá fundum 1. mars og 7. mars sl. Lagt fram til kynningar.

7.        Fundargerðir samstarfsnefndar Launanefndar og Kjarna, bæjarstarfsmannafélaga. Borist hefur bréf dags. 18. mars 2002 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð frá 6. fundi 26. febr. L.N. og Kjarna.

8.        Erindi frá Landbúnaðarráðuneytinu varðandi umsögn um frumvarp til laga um landgræðslu. Borist hefur bréf dags. 18. mars 2002 frá landbúaðarnefnd Alþingis ásamt frumvörpum um landgræðslu 555. mál landgræðsluáætlun, 584. mál landgræðsla heildarlög) og 593. mál afréttarmálefni, fjallskil og fleira. Lagt fram til kynningar.

9.        Tillaga um sameiningu Kirkjubólshrepps og Hólmavíkurhrepps, ásamt viljayfirlýsingu. Borist hefur bréf dags 21.mars 2002 um sameiningu Kirkjubólshrepps og Hólmavíkurhrepps, ásamt viljayfirlýsingu fulltrúa Kirkjubólshrepps og Hólmavíkurhrepps dags. 21. mars. Viljayfirlýsingin var samþykkt samhljóða, eftir að tillaga um sameiningu hreppana hafði verið lögð fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.15.

Engilbert Ingvarsson (sign), Daði Guðjónsson (sign), Birna Richardsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Júlíana Ágústsdóttir (sign), Már Ólafsson (sign).

  

 
Sveitarstjóri:

Senda póst!
Þór Örn Jónsson

Sveitarstjórn:


Birna Richardsdóttir


Daði Guðjónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Eysteinn Gunnarsson


Haraldur V.A. Jónsson

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson