Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

987. fundur - 11. júní 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 11. júní 2002 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Haraldur V.A. Jónsson, lengst starfandi hreppsnefndarmaður, setti fundinn og stjórnaði kosningu oddvita, en aðrir nýkjörnir nefndarmenn voru: Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Már Ólafsson varamaður. Haraldur lagði fram tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá, að til viðbótar kæmi 17. liður: Tilboð í byggingu Íþróttamiðstöðvar og leikskólans Lækjarbrekku. Voru afbrigði samþykkt með öllum atkvæðum.

Fundurinn var haldin á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00. Ritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Haraldur kynnti eftirfarandi dagskrá, sem var þá í 17 töluliðum:

1. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs.

2. Kosning í nefndir ráð og stjórnir.

3. Bréf Menntamálaráðuneytis um eignarhald Hólmavíkurhrepps og Súðavíkurhrepps í skólabyggingum í Reykjanesi.

4. Niðurstöður og rökstuðningur Félagsmálaráðuneytis um stjórnsýslukæru Hafdísar Sturlaugsdóttur gegn Kirkjubólshreppi.

5. Bréf frá Magnúsi Sigurðssyni Felli, Broddaneshreppi.

6. Umsókn Hólmavíkurhrepps um stofnframlag úr Jöfnunarsjóði.

7. Samningur við Byggingarfulltrúa.

8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga um 47. Fjórðungssambandsþing Vestfirðinga 6. - 7. september 2002.

9. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 14. júní.

10. Bréf frá styrktarsjóði E.B.I.

11. Bréf frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands.

12. Bréf frá Fulltingi h.f.

13. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti um breytingu á lögum um húsnæðismál.

14. Bréf frá Íbúðalánasjóði um heimild til viðbótarlána.

15. Bréf frá Samgönguráðuneyti.

16. Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

17. Tilboð í byggingu íþróttamiðstöðvar og viðbót við leikskólann Lækjarbrekku.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs: Kosning oddvita. Fram kom tillaga um Harald V. A. Jónsson og var það samþykkt með 5 atkvæðum. Kosning varaoddvita: Fram komu tvær tillögur, um Elfu Björk Bragadóttur og Eystein Gunnarsson. Elfa fékk 3 atkvæði, en Eysteinn Gunnarsson 2 atkvæði. Haraldur V. A. Jónsson hélt því áfram fundarstjórn sem oddviti hreppsnefndar.

2. Kosning í nefndir, ráð og stjórnir: Eftirtaldir voru kjörnir samhljóða í nefndir, ráð og stjórnir:

A. Til eins árs:

Skoðunarmenn: 

Anna Þorbjörg Stefánsdóttir.
Signý Ólafsdóttir.

varamenn: Jóhann Björn Arngrímsson.
Úlfar Pálsson.

B. Til fjögurra ára:

Atvinnumálanefnd og hafnarstjórn:

Björn Fannar Hjálmarsson.
Hlíf Hrólfsdóttir.
Daði Guðjónsson.
Magnús Bragason.
Már Ólafsson.

Varamenn: Karl Þór Björnsson.
Sverrir Guðbrandsson.
Elfa Björk Bragadóttir.
Jón Vilhjálmur Sigurðsson.
Birgir H. Pétursson.

Leikskólanefnd:

Ingibjörg Emilsdóttir.
Sigurður Marinó Þorvaldsson.
Sigríður Einarsdóttir.

Varamenn: Kristín Sigmundsdóttir.
Steinunn Þorsteinsdóttir.
Ingibjörg B. Sigurðardóttir.

Stjórn Félagsheimilis og Íþróttahúss:

Sigurður Marinó Þorvaldsson.
Eysteinn Gunnarsson.
Júlíana Ágústsdóttir.

Varamenn: Daði Guðjónsson.
Ester Sigfúsdóttir.
Haraldur V. A. Jónsson.

Skipulags-, bygginga og umferðanefnd:

Benedikt Grímsson.
Jón Gísli Jónsson.
Daði Guðjónsson.
Jóhann L. Jónsson.
Úlfar Pálsson.

Varamenn: Ingimundur Pálsson.
Haraldur V. A. Jónsson.
Dagný Júlíusdóttir.
Gunnlaugur Sighvatsson.
Ingibjörg B. Sigurðardóttir.

Félagsmálaráð:

Jensína Pálsdóttir.
Bryndís Sveinsdóttir.
Helga Rut Halldórsdóttir.
Sigríður Einarsdóttir.
Elfa Björk Bragadóttir.

Varamenn: Anna Guðlaugsdóttir.
Ingibjörg B. Sigurðardóttir.
Jóhanna B. Ragnarsdóttir.
Svanhildur Jónsdóttir.
Júlíana Ágústsdóttir.

Héraðsnefnd Strandasýslu:

Haraldur V. A. Jónsson.
Eysteinn Gunnarsson.

Varamenn: Kristín Einarsdóttir.
Elfa Björk Bragadóttir.

Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla á Hólmavík:

Jensína Pálsdóttir.
Ólöf B. Jónsdóttir.
Snævar Guðmundsson.
Júlíana Ágústsdóttir.
Ester Sigfúsdóttir.

Varamenn: Fjóla Jónsdóttir.
Sigríður Einarsdóttir.
Birna Richardsdóttir.
Björn Fannar Hjálmarsson.
Svanhildur Jónsdóttir.

Húsnæðisnefnd Hólmavíkur:

Hlíf Hrólfsdóttir.
Sverrir Guðbrandsson.
Rósmundur Númason.
Gunnar S. Jónsson.
Bryndís Sveinsdóttir.

Varamenn: Valdemar Guðmundsson.
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.
Ingimundur Pálsson.
Már Ólafsson.
Ragnheiður Ingimundardóttir.

Samstarfsnefnd um Víðidalsá:

Karl Þór Björnsson.
Björn Fannar Hjálmarsson.

Varamenn: Daði Guðjónsson.
Jón Vilhjálmsson.

3. Bréf Menntamálaráðuneytis um eignarhald Hólmavíkurhrepps og Súðavíkurhrepps í skólabyggingum í Reykjanesi: Borist hefur bréf dags. 30. maí 2002 frá Menntamálaráðuneytinu varðandi eignarhald á barnaskólanum í Reykjanesi ásamt minnisblaði lögfræðings ráðuneytisins dags. 22. maí s.l., ennfremur reksturs og efnahagsreikningi fyrir barnaskólann, sem Súðavíkurhreppur hefur séð um. Lögfræðingur hefur verið fenginn til þess að gefa umsögn. Samþykkt var að fjalla um málið þegar álit hefur borist frá lögfræðingi.

4. Niðurstöður og rökstuðningur Félagsmálaráðuneytis um stjórnsýslukæru Hafdísar Sturlaugsdóttur gegn Kirkjubólshreppi: Borist hefur samrit af bréfi frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 4. júní 2002, sem er úrskurður í stjórnsýslukæru Hafdísar Sturlaugsdóttur um dags. 18. apríl 2002, þar sem hún kærir þá ákvörðun hreppsnefndar Kirkjubólshrepps frá 10. apríl s.l. " að veita a.m.k. 20.000,000.- til Tóftardrangs e.h.f. Með úrskurðinum fylgir greinargerð um málavextir, umsögn kærða, viðbótar athugasemdir kæranda og kærða og niðurstaða ráðuneytisins, alls 19 blaðsíur. Úrskurður ráðuneytisins er eftirfarandi: "ákvörðun hreppsnefndar Kirkjubólshrepps frá 10. apríl 2002, að veita tuttugu milljónum króna til Tóftardrangs e.h.f og afhenda Tóftardrangi allar rannsóknir, borholur og aðra undirbúningsvinnu vegna hitaveitu, er andstæð 3. mgr. 9. gr og 65. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Ákvörðun um að ábyrgjast skuldbindingar Tóftardrangs ehf. gagnvart skattyfirvöldum er andstæð 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga. Óheimilt var að greiða hinn 7. maí 2002 13,5 milljónir króna til Tóftardrangs e.h.f. og gefa út víxla, samtals að fjárhæð 4,5 milljónir króna án samþykkis hreppsnefndar sbr. 64..gr. sveitarstjórnarlaga. Málsmeðferð hreppsnefndar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2002 fá hreppsnefndarfundi 10. apríl 2002 fór í bága við 61. gr. sveitarstjórnarlaga. Samþykkt var að fela Haraldi og Eysteini að leita til lögfræðings og fá álitsgerð um málið og taka það fyrir að nýju í framhaldi af því.

5. Bréf frá Magnúsi Sigurðssyni Felli, Broddaneshreppi: Borist hefur bréf dags. 2. júní 2002 frá Magnúsi Sigurðssyni um að tvö börn hans fái að stunda unglingavinnu á vegum Hólmavíkurhrepps. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu.

6. Umsókn Hólmavíkurhrepps um stofnframlag úr Jöfnunarsjóði: Borist hefur bréf dags. 11 febrúar 2002 frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi stofnframlag 2002. Lagt fram til kynningar.

7. Samningur við Byggingarfulltrúa: Borist hefur bréf dags 4. júní 2002 frá Tækniþjónustu Vestfjarða e.h.f. ásamt samningi við Gísla Gunnlaugsson byggingatæknifræðing um störf sem byggingafulltrúi í Hólmavíkurhreppi. Samningurinn var samþykktur samhljóða.

8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga um 47. Fjórðungssambandsþing Vestfirðinga 6. - 7. september 2002: Borist hefur bréf dags 17. maí 2002 um Fjórðungsþing sem haldið verður í Bolungavík 6. og 7. september n.k. Lagt fram til kynningar.

9. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 14. júní: Borist hefur bréf dags 6. júní 2002 og dagskrá aðalfundar sem haldinn verður á Þingeyri föstudaginn 14. júní n.k. Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá styrktarsjóði E.B.I.: Borist hefur bréf dags 27. maí 2002 varðandi styrktarsjóð Brunabótafélagsins og möguleika á styrkveitingum úr sjóðnum. Lagt fram til kynningar.

11. Bréf frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands: Borist hefur bréf dags 16. maí 2002 frá Í.S.Í. og ályktun um aukinn þátt bæjar og sveitarfélaga í fjármögnun og rekstri íþrótta og ungmennafélaga. Lagt fram til kynningar.

12. Bréf frá Fulltingi h.f.: Borist hefur bréf frá Fulltingi h.f dags 27. maí 2002 varðandi endurmat til lækkunar á fasteignamati fasteigna félagsins. Lagt fram til kynningar og oddvita falið að kanna málið.

13. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti um breytingu á lögum um húsnæðismál: Borist hefur umburðarbréf dags 24. maí 2002 frá Félagsmálaráðuneytinu, ásamt nýjum lögum nr. 44/1998 með síðari breytingum og útskýringum á lögunum. Lagt fram til kynningar.

14. Bréf frá Íbúðalánasjóði um heimild til viðbótarlána: Borist hefur bréf dags 23. maí 2002 þar sem kemur fram heimild til lántöku að upphæð kr. 9.000,000.- Lagt fram til kynningar.

15. Bréf frá Samönguráðuneyti: Borist hefur bréf dags 22. maí 2002 varðandi framlög til vetrarsamgangna. Lagt fram til kynningar.

16. Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Borist hafa fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga samkvæmt bréfum dags. 8. maí, 13. maí, 17. maí, 24. maí, 29. maí, 30. maí og 5. júní 2002. Lagt fram til kynningar.

17. Tilboð í byggingu íþróttamiðstöðvar og viðbót við leikskólann Lækjarbrekku: Mánudaginn 10. júní 2002 voru opnuð tilboð í viðbyggingu við Leikskólann Lækjarbrekku og Íþróttamiðstöð. Samþykkt var að fá Tækniþjónustu Vestfjarða til að fara yfir tilboðin, gera kostnaðarsamanburð og umsögn, sem hreppsnefnd mun taka til skoðunar um leið og fjallað verður um tilboðin síðar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl.20:05.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Már Ólafsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign).
   

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson