Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

  

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

       

988. fundur - 25. júní 2002

Ár 2002, þriðjudaginn 25. júní, var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Haraldur V.A. Jónsson, oddviti, setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn hreppsnefndarmennirnir: Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Eysteinn Gunnarsson og Kristín Einarsdóttir. Fundarritari var Salbjörg Engilbertsdóttir.

Fundurinn var haldin á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti boðaða dagskrá í 9 liðum:

  1. Tilboð í viðbyggingu Leikskóla og í byggingu Íþróttamiðstöðvar á Hólmavík.

  2. Ráðning sveitarstjóra.

  3. Niðurstöður fundar með Félagsmálaráðherra, 24. júní.

  4. Bréf frá Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur.

  5. Fundargerð Húsnæðisnefndar frá 18. júní s.l.

  6. Fundargerð Atvinnunefndar og Hafnarstjórnar frá 19. júní s.l.

  7. Fundargerð Bygginga-skipulags og umferðanefndar frá 20. júní s.l.

  8. Fundargerð Skólanefndar Grunnskóla og Tónskóla frá 24. júní s.l.

  9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 7. júní.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Tilboð í viðbyggingu Leikskóla og í byggingu Íþróttamiðstöðvar á Hólmavík: a) Viðbygging Leikskóla: Gengið verður til samninga við Grundarás ehf. vegna viðbyggingar Lækjarbrekku. b) Rætt verður nánar við Trésmiðju Guðmundar Friðrikssonar frá Grundarfirði. Haraldi og Eysteini falið að ræða við hann á næstu dögum.

2. Ráðning sveitarstjóra: Tólf umsóknir hafa borist um stöðu sveitarstjóra. Umsækjendur eru: Magnús Már Þorvaldsson, Páll Brynjarsson, Ásdís Leifsdóttir, Pétur Einar Traustason, Reynir Þorsteinsson, Egill Rúnar Sigurðsson, Kristján Eiríksson, Jón Skjöldur Karlsson, Pétur Björnsson, Björn Helgason, Jón Ingi Jónsson og Sigfús E. Arnþórsson. Ákveðið er að ganga til samninga við Ásdísi Leifsdóttur.

3. Niðurstöður fundar með Félagsmálaráðherra, 24. júní: Oddviti gerði grein fyrir ferðinni til Félagsmálaráðuneytis og Iðnaðarráðuneytis og í framhaldi af því er oddvita falið að boða stjórnarformann Tóftardrangs ehf. á fund á næstu dögum. Oddvitum listanna er falið að skýra stöðu mála fyrir stjórnarformanni Tóftardrangs á þeim fundi.

4. Bréf frá Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur: Lagt fram bréf dags. 10. júní 2002 vegna beiðni um að kaupskylda Hólmavíkurhrepps á íbúð hennar að Austurtúni 4 verði framlengd. Samþykkt var að verða við þeirri beiðni.

5. Fundargerð Húsnæðisnefndar frá 18. júní s.l.: Fundargerð Húsnæðisnefndar lögð fram og samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð Atvinnunefndar og Hafnarstjórnar frá 19. júní s.l.: Fundargerð Atvinnunefndar og Hafnarstjórnar lögð fram og samþykkt. Oddvita falið að skrifa báta og bátakerrueigendum og biðja þá vinsamlegast um að fjarlægja eigur sínar af svæðinu framan við Galdrasafnið og geyma þær á viðeigandi stað á landfyllingu við verksmiðju.

7. Fundargerð Bygginga-, skipulags- og umferðanefndar frá 20. júní s.l. Fundargerðin lögð fram og samþykkt.

8. Fundargerð Skólanefndar Grunnskóla og Tónskóla frá 24. júní s.l. Fundargerðin lögð fram og samþykkt.

9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 7. júní. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl.18:37.

Salbjörg Engilbertsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Eysteinn Gunnarsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign).

    

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson