Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

       

995. fundur - 22. október 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 22. október 2002 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Haraldur V. A. Jónsson setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Kristín S. Einarsdóttir og Daði Guðjónsson varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Þetta var gert:

Oddviti kynnti eftirfarandi dagskrá í 10 töluliðum:

1.        Fundargerð stjórnar Félagsheimilis og íþróttahúss Hólmavíkur.

2.        Fundargerð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu.

3.        Bréf frá áhugafólki um tónlist.

4.        Bréf frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík.

5.        Rekstur sundlaugar og íþróttahúss á Hólmavík.

6.        Fundargerð 9. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands 9. október 2002.

7.        Fundargerð 14. og 15. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Félags Tónlistarkennara.

8.        Fundargerð 50. fundar Launanefndarsveitarfélaga og Kennarasambands Íslands 1. okt. 2002.

9.        Fundargerð 56. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara 4. október 2002.

10.     Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

Þá var gengið til dagskrár:

1.        Fundargerð stjórnar Félagsheimilis og íþróttahúss Hólmavíkur. Lögð fram fundargerð stjórnar Félagheimilis og íþróttahúss Hólmavíkur frá 16. október 2002. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.        Fundargerð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu. Lögð fram fundargerð frá aðalfundi Sorpsamlags Strandasýslu þann 17. okt. 2002. Lagt fram til kynningar.

3.        Bréf frá áhugafólki um tónlist. Borist hefur bréf dags. 9. október 2002 frá áhugafólki um tónlist varðandi stuðning við kaup á flygli í Hólmavíkurkirkju. Með tilvísun í fyrri samþykkt um málið, er ekki ástæða til að taka það frekar til umræðu að sinni, að dómi hreppsnefndar.

4.        Bréf frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík. Borist hefur bréf dags. 3. okt. 2002 frá Dagrenningu, með styrkbeiðni til reksturs og áframhaldandi uppbyggingar á húsnæði sveitarinnar. Samþykkt var að vísa málinu til afgreiðslu næstu fjárhagsáætlunar.

5.        Rekstur sundlaugar og íþróttahúss á Hólmavík. Sveitarstjóri lagði fram dæmi um rekstur sundlaugar í 6 liðum og einnig upplýsingar um rekstrarkostnað sundlauga í nokkrum sveitarfélögum. Sveitarstjóri sýndi fram á mismun á því að reka minni sundlaug eða 16,67 metra í stað 25 metra sundlaugar sem ákveðin hefur verið og taldi sjáanlegt að rekstrarkostnaður sundlaugar yrði sveitarfélaginu erfiður og geti dregið úr framkvæmdagetu sveitarsjóðs á næstu árum. Kristín, Elfa Björk og Daði lögðu eindregið til að ekki yrði breytt þeirri ákvörðun að byggja 25 metra sundlaug. Valdemar lýsti sig mótfallinn því að byggja 25 metra sundlaug og vill að hún verði minnkuð í 16,67 metra. Haraldur oddviti lýsti því þá yfir að ekki væri vilji til þess í hreppsnefndinni að falla frá fyrri samþykkt um 25 metra sundlaug og því væri ekki ástæða til að ræða málið frekar.

6.        Fundargerð 9. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands 9. október 2002. Borist hefur bréf dags. 15. október 2002 frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt fundargerð 9. fundar frá 9. okt 2002 samstarfsnefndar LN og SGS. Lagt fram til kynningar.

7.        Fundargerð 14. og 15. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Félags Tónlistarkennara. Borist hefur bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga dags. 7. október 2002 ásamt fundargerð Launanefndar og samstarfsnefndar vegna innleiðingar á kjarasamningi frá 2. okt og 4. okt 2002. Lagt fram til kynningar.

8.        Fundargerð 50. fundar Launanefndarsveitarfélaga og Kennarasambands Íslands 1. okt. 2002. Borist hefur bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga dags. 7. október 2002 ásamt fundargerð Launanefndar og samstarfsnefndar vegna innleiðingar á kjarasamningi frá 2. okt og 4. okt 2002. Lagt fram til kynningar.

9.        Fundargerð 56. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara 4. október 2002. Borist hefur bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga dags. 15. október 2002 ásamt fundargerð samstarfsnefndar Leikskólakennara og Launanefndar frá 4. okt 2002. Lagt fram til kynningar.

10.     Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Borist hefur bréf. dags. 9. október 2002 frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða um rannsóknarniðurstöður varðandi sýnatöku á vatni frá 26. sept. 2002. Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25.

Engilbert Ingvarsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Daði Guðjónsson (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign).

      

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson