Hólmavíkurhreppur
Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík - Sími: 451 3510

 

Skrifstofa

Fundargerðir

Nefndir

Atvinnulíf
& saga

Þjónusta

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

- ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

Myndir

Tenglar

Aðalsíða

 

       

998. fundur - 19. nóvember 2002

Ár 2002 þriðjudaginn 3. desember 2002 var haldinn fundur í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Fundurinn var haldinn á skrifstofu hreppsins og hófst hann kl. 17.00.

Haraldur V.A. Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Elfa Björk Bragadóttir, Valdemar Guðmundsson, Kristín S. Einarsdóttir og Már Ólafsson varamaður. Auk þeirra sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fundarritari var Engilbert Ingvarsson.

Þetta var gert:

Oddviti lagði fram tillögu um afbrigði við boðaða dagskrá og var það samþykkt samhljóða að 7. liður : Álagningarprósenta útsvars verði tekin á dagskrá.

Oddviti kynnti þá dagskrána í 7 töluliðum, sem var eftirfarandi:

  • 1. Kynning á fjárvörslu Búnaðarbankans.
  • 2. Erindi frá Byggðastofnun um verkefnið “Rafrænt samfélag”.
  • 3. Fundargerð byggingar-, umferðar og skipulagsnefndar frá 28. nóvember 2002.
  • 4. Fundargerð 10. fundar Samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga frá 25. nóvember 2002.
  • 5. Fundargerð 16. fundar Samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga frá 6. nóvember 2002.
  • 6. Fundargerð 183. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga frá 6. nóvember 2002.
  • 7. Álagningarprósenta útsvars tekjuárið 2003.

Þá var gengið til dagskrár:

1. Kynning á fjárvörslu Búnaðarbankans: Lögð fram kynning á fjárvörslu Búnaðarbankans með mismunandi ávöxtunarleiðum. Samþykkt var að heimila að ávaxta fjármuni sveitarsjóðs á sem hagkvæmastan hátt.

2. Erindi frá Byggðastofnun um verkefnið “Rafrænt samfélag”: Borist hefur bréf dags. 27. nóvember 2002 um rafrænt verkefni. Samþykkt var að hafna erindinu.

3. Fundargerð byggingar-, umferðar og skipulagsnefndar frá 28. nóvember 2002: Lögð fram fundargerð B.U.S frá 28. nóvember s.l. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að skrifa skipulagsstofnun varðandi 1. lið, en fundargerðin var samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 10. fundar Samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga frá 25. nóvember 2002: Borist hefur bréf dags. 25. nóv. s.l. ásamt fundargerð 10. fundar L.N. og Kjarna. Lögð fram til kynningar.

5. Fundargerð 16. fundar Samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga frá 6. nóvember 2002: Borist hefur bréf dags. 13. nóvember s.l. ásamt fundargerð vegna kjarasamnings FT/FÍH og Launanefndar sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

6. Fundargerð 183. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga frá 6. nóvember 2002: Borist hefur bréf dags. 13. nóvember s.l. ásamt fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 6.11.2002. Lagt fram til kynningar.

7. Álagningarprósenta útsvars tekjuárið 2003: Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 28. nóvember 2002 varðandi álagningarprósentu útsvars 2003. Samþykkt var að álagningarprósenta útsvars árið 2003 verði sú sama og áður 13,03%.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Engilbert Ingvarsson (sign), Haraldur V.A. Jónsson (sign), Már Ólafsson (sign), Elfa Björk Bragadóttir (sign), Kristín S. Einarsdóttir (sign), Valdemar Guðmundsson (sign), Ásdís Leifsdóttir (sign).

  

 

Sveitarstjóri:

Senda póst!
Ásdís Leifsdóttir

Sveitarstjórn:


Haraldur V.A. Jónsson


Elfa Björk Bragadóttir


Valdemar Guðmundsson


Eysteinn Gunnarsson


Kristín Einarsdóttir

Skrifstofa:

Senda póst!
Hólmavíkur-
hreppur
 

Einar Hansen hugar að netum - ljósmynd: Ásdís Jónsdóttir

HÓLMAVÍKURHREPPUR, HAFNARBRAUT 19, 510 HÓLMAVÍK
Sími: 451-3510 ¤ Fax: 451-3403 
© 2001 Vefsíðugerð: SÖGUSMIÐJAN   ¤  Umsjón: Hólmavíkurhreppur

Hólmavíkurkirkja - ljósmynd: Jón Jónsson