Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Aðalsíðan

Leikritasíðan

 
Allt í plati ¤
1992-93 

Allt í plati er barnaleikrit af bestu gerð. Í því blandast saman hinar ýmsu persónur sem Thorbjörn Egner og Astrid Lindgren sköpuðu og allt fer í ægilegan hrærigraut undir styrkri stjórn Línu Langsokks og Níelsar apa. Mikill söngur er í verkinu og var brugðið á það ráð að setja saman leikhúshljómsveit til að spila undir.

Ágætlega gekk að manna sýninguna og 7 manns þreyttu frumraun sína á sviði. Á ýmsu gekk við uppsetningu verksins. Ræningjarnir og ljónið þeirra fór til dæmis í auglýsingaherferð um Hólmavík og enduðu allir í klóm lögreglunnar ásamt Mikka ref sem hafði stolið hangikjöti og svínarifjum úr KSH. Vakti það mikla kátínu meðal viðstaddra barna.

Mikki lætur greipar sópa í KSH - lögreglan kom stuttu síðar

Jón Gísli Jónsson gerðist bjargvættur þegar allt virtist komið í hönk og tók við tveim hlutverkum vegna forfalla með litlum fyrirvara. Litlu munaði að hann fengi að taka við einu hlutverki í viðbót þegar ljón ræningjanna datt fram af ógnarháu sviðinu á sýningunni á Drangsnesi. Sem betur fer stóð það upp aftur, grimmara en nokkru sinni.

Leikferðin til Reykjavíkur var ævintýraleg í meira lagi. Þangað var farið á einkabílum og allt gekk vel þar til lagt var af stað heim. Þá skall á ofsabylur með tilheyrandi snjókomu og ferðin sóttist verulega seint. Lestin stoppaði í Deildarbrekkunni sálugu og voru bílarnir spilaðir þar upp af góðum mönnum. Fyrstu bílarnir voru komnir til Hólmavíkur eftir 14 tíma ferðalag og voru menn blautir, svangir og hraktir. Svona gerum við aldrei aftur. Betra er að bíða eftir að veðrinu sloti.

 

 

alltiplati1.jpg (28743 bytes)

alltiplati4.jpg (46254 bytes)

alltiplati8.jpg (32129 bytes)

 

alltiplati2.jpg (48064 bytes)

alltiplati3.jpg (42205 bytes)

alltiplati9.jpg (34589 bytes)

 

alltiplati5.jpg (33831 bytes)

alltiplati6.jpg (36335 bytes)

alltiplati7.jpg (23330 bytes)

 

- Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu -

Höfundur: 

Þröstur Guðbjartsson.

Leikstjóri:

Sigurður Atlason.

Persónur og leikarar:
 

Lína Langsokkur

Herdís Kjartansdóttir

Níels api

Ósk Ágústsdóttir

Lilli klifurmús

Ester Ingvarsdóttir

Mikki refur

Sigurður Atlason

Amma mús

Guðmunda Ragnarsdóttir

Hérastubbur bakari

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
Jón Gísli Jónsson

Stubbur bakaradrengur

Rebekka Atladóttir

Jesper

    Vignir Örn Pálsson
Jón Gísli Jónsson

Kasper

Arnar S. Jónsson 

Jónatan

Eysteinn Gunnarsson

Ljónið 

Sigmundur Sigurðsson

Soffía frænka

Salbjörg Engilbertsdóttir

Karíus 

Árdís B. Jónsdóttir

Baktus

Jóhanna Ása Einarsdóttir

Leikhúsbandið:

Ásdís Jónsdóttir - Gítar
Eyþór Gissurarson - Gítar
Sveinbjörn Dýrmundsson - Bassi
Ragnar Ölver Ragnarsson - Trommur 
Gunnar Grímsson - Trommur á Drangsnesi

Hvíslari:

Hildur Björnsdóttir.

Sviðsmynd:

María Guðbrandsdóttir, 
Sigurður Atlason og 
nemendur Grunnskólans.

Förðun:

María Guðbrandsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir.

Búningar

Sunna Vermundsdóttir, Jónína Gunnarsdóttir og Sólrún Jónsdóttir.

Ljósamenn:

Jóhann L. Jónsson og Bjarki Guðlaugsson.

Sýningar (6):

Hólmavík - 21. nóvember
Hólmavík - 21. nóvember
Hólmavík - 28. nóvember
Drangsnes - 29. nóvember
Reykjavík - 13. desember
Hólmavík - 2. janúar

   

Spakmæli verksins: „Nú ét ég þig, hehehúhahahehehe.“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002