Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Aðalsíðan

Leikritasíðan


Jóladagatalið ¤
1989 

Eftir mikla mæðu og langa leit að heppilegu og skemmtilegu barnaleikriti án árangurs tóku félagar í Leikfélaginu sig til og skrifuðu barnaleikrit fyrir jólin 1989. Það var stórskemmtilegt og stykkið mæltist býsna vel fyrir þegar það var sýnt. Leikstjórnin var hópverkefni og gekk nokkuð vel, þó kom úr framköllun mynd frá sýningunni þar sem svo óheppilega vildi til að allir leikarar sneru baki í áhorfendur. Sú mynd var gerð upptæk.

Leikhópurinn í Jóladagatalinu

Sýningin var í aðra röndina afrakstur leiklistarnámskeiðs sem Skúli Gautason hélt skömmu áður, það má best sjá á því að 8 manns voru að leika með félaginu í fyrsta sinn. Leikmyndin var gríðarstór hellir sem vakti mikla lukku. Það gerði tröllið líka, en það var eitt það ægilegasta sem sést hefur á Ströndum og hafa Strandamenn þó séð mörg tröll um dagana.

Ýmislegt skemmtilegt kom upp á. Grýla sem var leikin af Ásdísi Jónsdóttur var ægilega gjörn á að gleyma textanum sínum. Byrjaði hún stundum aftur á leikritinu og lenti yfirleitt á öðrum að leiðrétta það. Jón Jónsson (Kertasníkir) át hátt í tvö vaxkerti á hverri sýningu, án þess þó að fá í magann. Það þótti með hreinum ólíkindum.

Eitt af því sem var óvenjulegt var að á fyrstu sýningu voru aðgöngumiðarnir grænir nammipokar sem skrjáfaði í allan tímann svo rétt heyrðist í leikurum. Þetta verður ekki reynt aftur. Til stóð að fara í leikferð með Jóladagatalið en af því varð ekki vegna anna leikaranna um hátíðirnar. Aðsókn að sýningunni var nokkuð góð, nema að síðustu sýningunni. Aðsóknin að henni var hreint afleit.

 

Tröllið (Gunnar Jónsson)

Hófar voru á henni?

Hurðaskellir og Stúfur sturlaðir af hræðslu

  

Stúfur og Hurðaskellir heilsa upp á pabba gamla

Ófrýnilegt fólk!

Ketkrókur situr við smíðar

 

Úff

Barn A og Barn B ásamt Grýlu Gáttaþefur býður út að borða á Hótel Nös

- Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu -

Höfundar: 

Arnlín Óladóttir, Ásmundur Vermundsson, Einar Indriðason, Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson

Leikarar:
 

Tröllið

Gunnar Jónsson

Grýla

Ásdís Jónsdóttir

Leppalúði

Ásmundur Vermundsson

Strákur

Arnar S. Jónsson

Stelpa

Árdís B. Jónsdóttir

Gáttaþefur

Ester Sigfúsdóttir

Hurðaskellir

Einar Indriðason 

Kertasníkir

Jón Jónsson

Ketkrókur

Jóhanna S. Jónsdóttir

Skyrgámur

Björk Jóhannsdóttir

Stúfur

Hafdís B. Kjartansdóttir

Hvíslari: 

Salbjörg Engilbertsdóttir

Sviðsmynd, lýsing og fleira:

Arnlín Óladóttir, Eysteinn Gunnarsson, Magnús Rafnsson, Ólafur Ingimundarson, Jensína Pálsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir

Förðun: 

María Guðbrandsdóttir

Sýningar (4):

Hólmavík - 16. desember
Hólmavík - 17. desember
Hólmavík - 17. desember
Hólmavík - 28. desember

    

Spakmæli verksins: „Það verða bara engin jól.“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002