Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn


Aðalsíðan

Leikritasíðan

 
Tobacco Road ¤
1993 

Tobacco Road var æft í nýju félagsheimili Hólmvíkinga sem var þó ekki fulllokið á þeim tíma. Framkvæmdirnar sem voru í gangi urðu til þess að sviðsopinu þurfti að loka með byggingaplasti. Leikstjórinn þurfti því að rýna í gegnum þykkt plastið til að sjá hvað gekk á. M.a. þess vegna var gripið til þess ráðs á æfingartímanum að skreppa í vinnubúðir að Laugarhóli og þar var æft sleitulaust eina helgi. Þessi æfingaferð var afar vel heppnuð.

Leikhópur, leikstjóri og starfsmenn

Leiksýningin fékk sérlega góða dóma og þótti afbragðs vel leikin. Í heildina tekið er Tobacco Road sjálfsagt eitt af þeim allra best heppnuðu sem Leikfélag Hólmavíkur hefur sett upp. Í leikdómi í Alþýðublaðinu 14. maí 1993 sagði meðal annars:

„Ég minnist þess að hafa séð þessa sýningu á árum áður í
Iðnó. Það var afbragðs sýning, en þessi sýning Hólmvíkinga stóð henni síst að baki. Það sem kom mér mest á óvart var náttúruþrunginn kraftur leikendanna flestra hverra, skýr framsögn og góðar hreyfingar.“

Í dagblaðinu
Degi sagði:  „Það er ljóst að Leikfélag Hólmavíkur hefur á að skipa hæfu fólki, sem hefur bæði getu og metnað til þess að gera vel. Um það ber heildarbragur uppsetningarinnar á Tobacco Road glöggt vitni."

Farið var með leikritið í gríðarmikla leikferð um Norðurland. Í þeirri ferð urðu menn margs vísir um marga hluti, t.d. hvernig á að setja upp leikmynd á nýlögðu parket, maka á sig 1/2 lítra af sósulit einu sinni á dag og láta hálfhrunda leikmynd lafa uppi fram að hléi. Einnig tók leikhópurinn virkan þátt í 17. júní hátíð Hríseyinga með miklum glæsibrag. Þar létu hólmvískir Karíusar, Baktusar og fleiri óféti öllum illum látum. Síðan var farið á 15 manna ball um kvöldið. Gaman gaman.

Þrátt fyrir mikla gleði í leikferðinni, varð leikurum og öðrum það ljóst að jafn þungt verk og Tobacco Road hentar ekki sérstaklega vel til langra leikferða. Andrúmsloftið sem ríkir í svona leikritum getur smitað út frá sér og það er ekki mjög upplífgandi. Þar að auki var aðsóknin sums staðar ekki upp á sérlega marga fiska.

tobacco10.jpg (27320 bytes)

tobacco1.jpg (29826 bytes)

tobacco12.jpg (29672 bytes)

 

tobacco8.jpg (29157 bytes)

tobacco13.jpg (23133 bytes)

tobacco7.jpg (21537 bytes)

 
tobacco9.jpg (25334 bytes) tobacco3.jpg (31030 bytes) tobacco2.jpg (25760 bytes)
 
tobacco4.jpg (33956 bytes) tobacco5.jpg (35912 bytes) tobacco6.jpg (31374 bytes)
 

- Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu -

Höfundur: 

Erskine Caldwell.

Leikstjóri:

Skúli Gautason.

Persónur og leikarar:
 

Jeeter Lester: Sigurður Atlason
Ada Lester: María Guðbrandsdóttir
Dude Lester:  Arnar Jónsson
Ellie May Lester:  Herdís Rós Kjartansdóttir
Amma Lester: Steinunn B. Halldórsdóttir
Systir Bessie Rice: Salbjörg Engilbertsdóttir
Lov Bensey:  Einar Indriðason
Pearl Lester:  Jóhanna K. Svavarsdóttir
Henry Peabody:  Sigurður Sveinsson 
Vignir Pálsson 
Captain Tim: Matthías Lýðsson
George Payne: Vignir Pálsson

Hvíslari: 

Ingibjörg Númadóttir

Ljósamenn:

Bjarki Guðlaugsson og Eysteinn Gunnarsson.

Hljóð:

Arnar S. Jónsson

Sviðsmynd:

Sigurður Atlason, Einar Indriðason, Ásmundur Vermundsson og Jóhann Magnússon.

Förðun og búningar:

María Guðbrandsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Ragnheiður Ingimundardóttir.

Leikskrá:

Sigurður Atlason, Salbjörg Engilbertsdóttir og Skúli Gautason.

Sýningar (16):

Hólmavík - 10. apríl
Hólmavík - 12. apríl
Drangsnes - 17. apríl
Sævangur - 27. apríl
Króksfjarðarnes - 30. apríl
Lýsuhóll, Snæfellsnesi - 1. maí
Kópavogur - 8. maí
Hnífsdalur - 5. júní
Skagaströnd - 11. júní
Siglufjörður - 12. júní
Ólafsfjörður - 13. júní
Freyvangur, Eyjafirði - 14. júní
Raufarhöfn - 15. júní
Hrísey - 17. júní
Laugarbakki - 18. júní
Árnes - 26. júní

   

Spakmæli verksins: „Hún er alveg snarbreima.“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002