Rækjuvefur

Home Rækjan Rækjuvinnsla Rækjumyndir k-RÆKJUR Rækju - hvað? Gestabók Rækjur í poka Nemendur Verkefnislýsing Heimildir Efnisyfirlit Kveðjur Hafðu samband Kveðjur

Á heimildalistanum eru bækur sem vefsmiðirnir fundu á Héraðsbókasafni Strandasýslu,
sem er líka skólabókasafn Grunnskólans á Hólmavík og kennslubækur sem til eru í Grunnskólanum á Hólmavík.
Sums staðar kemur líka fram á hvaða blaðsíðum við fundum heimildirnar.
Hér eru líka kennsluhugmyndir frá nemendum sem tóku þátt í vefsíðugerðinni.

Bækur

bullet
Bent J. Muus og Preben Dahlström. 1991. Fiskar og fiskveiðar.Fiskabók AB. Reykjavík,
Almenna bókafélagið. 
-Bls 196-197: Lýsing á rækjutegundum og litmyndir af tegundum og veiðarfærum til
rækjuveiða.
bullet
Erla Sigurðardóttir (ritstjóri). Án ártals. Úlfar og fiskarnir. 
Ljúffengir og auðveldir fiskréttir að hætti Úlfars Eysteinssonar. Reykjavík, PP
forlag.
-Bls 120-123: Uppskriftir að rækjuréttum ásamt fróðleik um rækjuna og notkun hennar
í íslenskri matreiðslu.
bullet
Geir Gígja og Pálmi Jósefsson. 1968. Náttúrufræði handa barnaskólum. Reykjavík, Ríkisútgáfa námsbóka.
    Bls 93: Örstutt umfjöllun um krabbadýr. 
bullet
Íslenska alfræðiorðabókin. P-Ö. 1990. Reykjavík, Örn og Örlygur.
-Bls 138: Rækja, fyrirbærið útskýrt og aðeins fjallað um rækjuveiðar á Íslandi.
-Bls 348: Sundfætlur, fyrirbærið sem eru undirættbálkur krabbadýra og rækjur tilheyra þeim.
bullet
Jón Hjaltason. 1995. "Steinn umdir framtíðar höll". Saga Útgerðarfélags Akureyringa
hf. 1945-1995.Akureyri, Útgerðarfélag Akureyringa hf.
-Bókin var skoðuð vegna þess að Útgerðarfélagið átti rækjuvinnsluna Hólmadrang í nokkur ár þangað til fiskiðjan Skagfirðingur eignaðist hana í fyrra.
bullet
Jón Jónsson. 1990. Hafrannsóknir við Ísland. II. Eftir 1937. Reykjavík, Bókaútgáfa
Menningarsjóðs. 
-Bls 102: Þáttur rækjunnar í æti þorsksins.
-Bls 374-5: Um rækju (þar nefnd marþvari) í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar. 
bullet
Mark Carwardine (í samvinnu við World Wildlife Fund). 1986. Lífríki náttúrunnar.
Agrip um dýr og heimkynni þeirra. Þýðing Gissur Ö. Erlingsson. Reykjavík,
Skjaldborg.
- Bls 93: Um mikilvægi rækju sem fæðudýra.
-Bls 133: Um afleiðingar spillingar af mannavöldum fyrir hafið.
bullet
Steingrímur J. Sigfússon. 1996. Róið á ný mið. Sóknarfæri íslensks sjávarútvegs.
Reykjavík, Skerpla. 
-Bókin fjallar um sóknarfæri sjávarútvegs fyrir tæpum áratug og gæti því nýst í
umfjöllun um fiskveiðar og kvótakerfi og stöðu sjávarútvegs í dag.

Kennslubækur

bullet
Guðbjörg Pálsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. 1998. Sjávarútvegur. Kennsluhugmyndir og gagnaskrá. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
bullet
Kristín H. Tryggvadóttir. 1982. Við sjávarsíðuna. Ísland. Reykjavík, Námsgagnastofnun í samráði við Menntamálaráðuneytið, 
skólarannsóknardeild.
bullet
Óttar Ólafsson. 1992. Íslenskur sjávarútvegur. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
bullet
Unnur Skúladóttir. (Sjá ártal á möppunni). Lífríki sjávar. Rækja. Reykjavík, Námsgagnastofnun og Hafrannsóknarstofnunin.
-Bæklingur um rækju, úr möppunni lífríki sjávar. Hann var mikið notaður við textagerð og myndir á þessum vef.
Um er að ræða bækling úr kennslumöppu með safni bæklinga um lífríki sj´var. Þarna eru á einum stað ýmsar mikilvægar upplýsingar
 og mikið af skýringarmmyndum. 
Bæklingurinn er prentaður í tvílit. Heimildalisti og ýtarefni fylgir en ætla má að eitthvað af tölulegum upplýsingum séu úreltar.

Okkur fannst þessar kennslubækur frekar gamlar, en þetta er það sem fannst í skólanum.

Kennsluhugmyndir

bullet
Hannyrðir: (textílmennt)
Sauma mjúkan rækjupúða úr bleiku flísefni. 
bullet
Myndmennt: 
Gera rækju-sprellikalla. Föndra þá úr kartoni, vír og prikum. 
Slíka sprellikalla  notuðum við m.a. í teiknimyndinni. Bakgrunnarnir eru gerðir á karton og litaðir með t.d. þekjulitium, vatnslitum, vaxliti og
klessulitum. Við gerðum tilraunir með hvernig mismunandi litir kæmu út í
myndbandstöku. Einnig skoðuðum við stærðarhlutföll bakgrunns og persóna. 
bullet
Matreiðsla:
Elda rækjurétti og bjóða foreldrum að smakka.
Koma með uppskriftir frá foreldrum til að prófa.
Fá uppskriftir frá fólkinu sem vinnur í rækjuvinnslunni.
bullet
Upplýsingatækni:
Safna uppskriftum á vef.
bullet
Náttúrufræði:
Kryfja rækjur.
Spyrja raungreinakennarann um rækjur.
bullet
Samfélagsfræði:
Skoða hvað margir á Hólmavík lifa á rækjuvinnslu.
Fara í vettvangsferð í rækjuvinnslu og taka viðtöl og myndir - 8. bekkur fór í vettvangsferð og fékk frábærar móttökur.
 

Viðtöl

bullet

Viðtöl við starfsfólk Hólmadrangs og tölvupóstur frá Birni Fannari Hjálmarssyni vinnslustjóra þar.

Uppfært: 05/27/05.

Home | Rækjan | Rækjuvinnsla | Rækjumyndir | k-RÆKJUR | Rækju - hvað? | Gestabók | Rækjur í poka | Nemendur | Verkefnislýsing | Heimildir | Efnisyfirlit | Kveðjur | Hafðu samband | Kveðjur

 Grunnskólinn á Hólmavík/ Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Fyrirspurnir og ábendingar sendist: stina@holmavik.is
Síðast uppfært: 09/14/05.