Rækjuvefur

Home Rækjan Rækjuvinnsla Rækjumyndir k-RÆKJUR Rækju - hvað? Gestabók Rækjur í poka Nemendur Verkefnislýsing Heimildir Efnisyfirlit Kveðjur Hafðu samband Kveðjur

Lífríki sjávar - rækja
(Heimild: Unnur Skúladóttir. Lífríki sjávar. Rækja.)

Mynd 1. Rækja (pandalus borealis) 

Þegar stærð rækju er mæld, er mældur höfuðbolur ("haus"-skjöldur)

Smellið á litlu myndina til að sjá stóra skýringamynd
Rennið svo músinnni yfir myndina til að sjá skýringar

Á þessari síðu:  
Erlend nöfn Rækjur Lýsing Heimkynni
Lífshættir Kynþroski og hrygning Aldur og vöxtur Nytsemi
Fæðukeðja      
Á öðrum síðum/ vefjum:
Litbrigði Rækjutegundir Rækjumyndband Fjaran og hafið

Rækja

Fylking:Liðdýr Arhtropoda
Flokkur
:Krabbadýr Crustacea
Ættbálkur:Skjaldkrabbar Decapoda
Ætt: kampalampar
Tegund: Rækja pandalusborealis (Kröyer,1838
).
Annað nafn og eldra á Ís
lensku er stóri kampalampi.

Erlend nöfn

Danska: Dybhavsreje Sænska: Nordhavsraka Þýska: Grönland-Garnele
Norksa: Dybhavsreke
 
Franska: Crevette nordique Enska: Northern
shrimp
Hollenska:
N
oporse Garnaal
Japnska:
hokkuaka-Ebi
Grænlenska:
 raaja

Rækjur
Fjölmargar tegundir af rækju eru til í heiminum og skiptast þær í kald-og hlýsjávartegund. Auk þess eru til vatnarækjur.

Pandalus Borealis lifir í köldum sjó og er sú tegund kaldsjávarrækju sem mest veiðist í heiminum. Það sem hér fer á eftir um líffræði rækjunnar á við tegundina Pandalus Borealis.

Lýsing
Rækja er rauð að lit þegar hún er lifandi og bleik þegar hún er dauð. Líkaminn skiptist í höfuðbol og afturbol, oftast nefndir ,,haus”og,,hali” (1.mynd). Neðan á höfuðbolnum eru fimm pör gangfóta en fimm pör sundfóta neðan á afturbolunum. Einnig  eru  nokkrir
flóknir munnlimir og langir fálmarar framan á höfuðbol. Annað par gangfóta er lengra en aðrir gangfætur og með örsmáum gripklóm.

Heimkynni
Heimkynni rækju eru á norðurhveli jarðar. Útbreiðslan er mikil, allt frá Norðursjó, Skagerak, norður í Barentshaf, við Ísland, Grænland, austurströnd Kanada og suður að Mainefylki Bandaríkjanna og í Kyrrahafi frá Alaska að  Kaliforníu. Einnig finnst hún við Japan, Suður-Kóreu og í Beringssundi. Veiðisvæðin eru þó nær eingöngu í Atlandshafi og Barentshafi. Við Ísland finnst rækjan allt í kringum landið. Nær ekkert er þó veitt við suðurströndina. Útbreiðslan  er þó svæðisbundin enda þarf rækjan leirbotn og visst dýpi. Talað er um úthafsrækju sem er djúpt fyrir Norður og Austurlandi á meira en 200 m dýpi. Einnig telst Dohrnbanki, sem liggur við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, til okkar úthafsrækjumiða enda þótt meiri hluti stofnins sé Grænlandsmeginn. Grunnslóðasvæðin þar sem rækja er veidd eru eftirtalin: Við Eldey, við Snæfellsnes, Arnarfjörður, Ísafjarðardjúp, Húnaflói, Skjálfandi og Öxnarfjörður. Á Berufirði og á Reyðarfirði veiddust nokkrir tuga tonna af rækju, en engin veiði hefur verið þar undanfarin ár.

Fæðukeðja í hafinu umhverfis Ísland

Einfölduð mynd af fæðukeðju í hafinu umhverfis Ísland. (Heimild: Lífríki sjávar).

Lífshættir
Úthafsrækjan heldur sig á leirbotni á 200-700 m dýpi en grunnslóðarrækjan finnst á minna en 200 m dýpi og gjarnan inni á nokkuð djúpum fjörðum. Hitastig  sem rækjan lifir við  er mjög mismunandi eftir svæðum . Á grunnslóðarrsvæðunum  við Vesturland  er botnhitinn hár,eða 6 gráður að meðaltali  við Snæfellsnes  og 4,5 gráður  inni í Ísafjarðardjúpi ,enda gætir hins hlýja  Irmingerstraums mjög við vesturströndina .Til nánari skýringar vísast til 1.myndar í bæklingi  um sjóinn  og miðin  eftir Svend-Aage Malmberg. Botnhiti djúpt úti fyrir Norðurströndinni  er hins vegar  á bilinu frá 0-1,2 gráður  að meðaltali  og því lærri sem norðan dregur  og dýpra . Rækjan heldur sig mikið ofan við botninn  að deginum og syndir oft áfram á litlum hraða með því að blaka litlu sundfótunum. Sund rækjunnar aftur á bak er hins vegar  mjög hratt neyðarsund  sem gripið er til  þegar  styggð kemur að rækjunni . Einnig er um að ræða dægurferðir  hjá rækjunni. Þannig getur rækjan létt sig þ.e breytt eðlisþyngdinni, er skyggja tekur  og farið upp í efri lög sjávar og því næst þyngt sig á sama hátt  er birta tekur þannig veiðist rækjan miklu betur á deginum þegar hún heldur sig við botninn  heldur en á nóttu til. Kjörbirta rækjunnar er þannig sem mest myrkur. Fæða rækjunnar eru dýra og þörungaleifar og smádýr  svo sem lindýr og ormar  á botninum, krabbaflær og plöntusvif  á nóttunni uppi í sjó.Sjá bækling um dýrasvif eftir  Ólaf S. Ástþórsson . Margir fiskar éta rækju. þar má telja þorskinn höfuðóvin  bæði á grunnslóð og djúpslóð . Einnig éta grálúða  á djúpslóð,tindabikkja ýsa og smokkfiskur  á grunnslóð talsvert af rækju.

Kynþroski og hrygning
Útbreiðslusvæði rækju er stórt og hitastig því einnig mismunandi. Kynskiptin frá karldýrum til kvendýra verða því mismunandi stærð og við mjög mismunandi aldur. Á grunnslóðinni hér við land er rækjan oftast þriggja til fjögurra ára þegar hún skiptir um kyn og stærri en á grunnslóðinni, eða 22-24 mm. Talið er að mismunandi hitastig valdi hér mestu þar sem hitastigið er miklu hærra á grunnslóðinni eða 4,5-6°c en 0-1,2°c að jafnaði í úthafinu fyrir norðan land. Mökunin fer fram rétt fyrir hrygningu. Talið er að mökunin fari fram þegar kvendýrið er lint og hálfdasað eftir síðustu hamskipti enda gæti verið hættulegt fyrir karldýrið að nálgast kvendýrið þegar það er fullharnað. Kvendýrið er miklu stærra en karldýrið og gæti  því drepið það og étið. Talið er að fleiri en eitt karldýr frjóvgi kvendýrið. Hrygningin fer fram á mismunandi tímum eftir botnhita. Djúpt fyrir norðan land verður hún í júlí, en á fjörðunum í september  og nóvember við Eldey og Snæfellsnes. Fjöldi eggja er á bilinu frá nokkrum hundruðum upp á annað þúsund og fer það eftir stærð kvendýra. Eftir frjóvgun límir kvendýrið eggin við sundfæturna undir halanum. Fóstrin þroskast hraðar í eggjunum eftir botnhita. Þannig er eggburðatímabilið  tíu mánuðir djúpt fyrir norðan land á Norðurkanti, en fimm og hálfur mánuður við Snæfellsnes og Eldey. Klakið er nánast á sama tíma eða í maí alls staðar við Ísland og er talið að hrygningin sé sennilega stillt inn á að klakið verði nálægt þeim tíma sem svifþörungarnir eru í hámarki á vorin. Eggburðatímabilið er mislangt eftrir því hvar er í heiminum og fer það mest eftir botnhita (5.mynd). Sá munur er einnig á rækjunni við Ísland að grunnslóðarækjan hrygnir yfirleitt annaðhvert ár en talið er að hún hrygni árlega á svæðum þar sem botnhiti er svipaður eða meiri en á grynnslóðinni við Ísland (4-6°c). Sömuleiðis er vitað að rækjan í kaldasjónum í Barentshafi og við Spitsbergen hrygnir annaðhvert ár.

Aldur og vöxtur
Skel rækjunar vex ekki heldur stækkar dýrið í stökkum samfara hamskiptum. Þau verða með þeim hætti að rækjan sprengir af sér gömlu skelina og skýtur upp kryppu gegnum mótin milli höfuðbols og afturbols. Þá þegar er hún klædd nýrri skel sem er lin og þunn. Nýja skelin er stærri en sú gamla og þegar kítin og kalk bætist í hana harðnar hún smám saman. Rækjan étur mjög gjarnan gamla haminn og endurnýtir þannig ýmis nauðsynleg steinefni úr honum. Einnig verða hamskipti við útlitsbreytingar samfara kynskiptum og sem undanfari hrygningar eins eftir klakið. Kvendýr með egg á halafótunum yfir eggburðartímann skiptir ekki um ham enda færu eggin þá forgörðum. Vöxturinn minkar mikið og hamskiptum fækkar eftir að rækjan er orðin kynþroska kvendýr, trúlega vegna orkunnar sem fer í eggjaframleiðsluna. Engar beinar aðferðir eru þekktar til aldursgreiningar á rækju, þar sem hana skortir varanlega harða líkamshluta sem vaxa með dýrum, svo sem kvarnir og hreistur fiska og skeljar samloka. Aldur er helst reiknaður út frá lengdinni, þ.e. tíðnidreifingu skjaldarlengda rækju á ákveðnu svæði og breytingum frá ári til árs. Að klaki loknu er rækjulirfan sviflæg í 2-3 mánuði. Eftir 5-6 hamskipti sest rækjan á botninn og fer að haga sér eins og eldri rækjur. Rækjan er um 3 mm að skjaldarlengd þegar hún verður botnlæg. Talið er að rækjan verði elst fimm ára á grunnslóð og á að giska 24-25 mm að lengd. Þetta á þó ekki við um rækjuna í Arnarfirði sem er mjög kaldur þröskuldfjörður og líklega verður rækjan þar töluvert eldri. Úthafsrækjan verður elst sjö eða átta ára og á að giska 28-30 mm. Þetta eru þó sennilega lágmarkstölur og taka ekki til greina að vöxtur getur stöðvast hjá kynþroska hrygnum. Talið er að vöxtur og aldur standi mjög í sambandi við meðalhitastig í umhverfi dýra almennt. Þannig vaxa dýr hraðar við mikinn hita og eru stuttlífari en dýr sem vaxa við lágan hita vaxa hægar og eru langlífari.

Nytsemi

Meðalársafli rækju (Pandalus Borealis) í heiminum var um 220 þús. tonn á árunum 1988-1992. Þar veiddu Grænlendingar 69 þús. tonn, Norðmenn 49 þús. tonn, Kanadamenn 39 þús. tonn, Íslendingar 34 þús. tonn  og Sovétmenn 17 þús. tonn. Mestur hluti rækjunnar hér við land er skelflettur og frystur og fluttur út. Árið 1993 voru t.d. 44% aflans flutt til Bretlands, 25% til Danmerkur og 22% til Japans, aðallega heilfryst. Hér við land er rækjan eingöngu veidd í rækjuvörpu. Rækjuveiðar við Ísland hófust með tilraunum Norðmanna Ole G. Syre og Simonar Olsen  í Ísafjarðardjúpi árið 1924. Veiðarnar lögðust af en hófust aftur 1936 er fyrsta rækjuvinnslan var stofnuð á Ísafirði. Önnur rækjuvinnslan var sett á fót tveimur árum síðar í Bíldudal.  Veiðarnar voru  eingöngu stundaðar í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði allt til ársins 1961 er fyrstu rækjumiðin fundust á utanverðum Húnaflóa. Afli var á þessum árum mest rúmlega eitt þúsund tonn á hverju ári en smájókst á grunnslóð eftir því sem fleiri rækjumið fundust. Þannig bættist innanverður Húnaflói við árið 2965, Breiðafjörður 1969, Eldey 1970, Berufjörður 1970, Öxarfjörður árið 1975, Skagafjörður 1988 og loks Skjálfandi árið 1990. Enda þótt úthafsrækjuveiðar hæfust um 1970 urðu þær ekki verulegar fyrr en við setningu laga um kvótakerfi8 í fiskveiðum árið 1984. Takmörkun í fiskveiðum varð þannig hvati fyrir sjómenn að hefja í auknum mæli veiðar á úthafsrækju þar sem ekkert heildaraflamark var. Fyrstu takmarkanir á rækjuveiðum voru þó á grunnslóðarrækju, en þar var fyrst heildaraflamark árið 1962 fyrir Ísafjarðardjúp og Arnarfjörð. Frá 1974 hefur veiðunum verið stýrt með því að leyfa ákveðinn hámarksafla á hverju svæði á grunnslóð, og heildaraflamark hefur verið á úthafsrækju frá því  árið 1987. Þrátt fyrir aflatakmarkanir á grunnslóð hefur stundum orðið að draga verulega úr veiðum eða stöðva alveg veiðar í tvær til þrjár vertíðir. Þetta hefur einkum gerst eftir að stjórnvöld hafa leyft meiri veiðar en Hafrannsóknarstofnunin hefur lagt til í nokkur ár í röð. Einnig dró verulega úr grunnslóðarafla á árunum 1986-1989 í kjölfar mikils afráns þorks. Stærð úthafsrækjustofnsins hefur verið mjög mismunandi eftir því hversu stór ókynþroska hluti þorskstofnsins er hverju sinni. En þorskurinn vex upp fyrir norðan og austan land og er rækjan, einkum sú smáa mikilvæga fæða þorsksins allt frá eins árs aldri hans. Úthafsrækjustofninn hefur verið í miklum vexti undanfarið ár samfara  miklum samdrætti í þorskstofninum. Með fækkun óvina er nýliðun í úthafsrækjuna nánast tvöfalt meiri árin 1990-1993 en 1980-1989.

Kyngreining:

Mynd 2:
Innri blaðka á 1. pari sundfóta rækju eftir kynferði og þroskastigi.
1-2: Karldýr.
3-5: millistig milli karldýrs og kvendýrs.
6-7: kvendýr.
Þessi atriði eru notuð við kyngreiningu.

Útbreiðslusvæði rækju


3.mynd. Útbreiðslusvæði rækju. Aðalveiðisvæðin eru svört.

Útbreiðsla við Ísland

4. mynd
Útbreiðslusvæði rækju við Ísland.
Svart: grunnslóðarsvæði
Grátt: úthafssvæði

Hrygning, eggburður og
klak rækju
 


5. mynd: Hrygning, eggburður og klak rækju (pandalus borealis) á ýmsum svæðum á norðurhveli jarðar með tilliti til botnhita. Myndin er breytt og staðfærð frá svipaðri mynd eftir Shumway og fleiri.
Smelltu á myndina til að stækka hana

Rækjuafli við Ísland

6. mynd: Rækjuafli við Ísland
árin 1965-1993.
Smelltu á myndina til að stækka hana

 Stærðir

Home | Rækjan | Rækjuvinnsla | Rækjumyndir | k-RÆKJUR | Rækju - hvað? | Gestabók | Rækjur í poka | Nemendur | Verkefnislýsing | Heimildir | Efnisyfirlit | Kveðjur | Hafðu samband | Kveðjur

 Grunnskólinn á Hólmavík/ Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Fyrirspurnir og ábendingar sendist: stina@holmavik.is
Síðast uppfært: 09/14/05.