Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn

    
Leikfélagiđ

Nýjustu fréttir

Leiksýningar

Ferđalög

Glens og grín

Leikarar o.fl.

Upphafssíđan
 

Gestabók
Skrá á póstlista

 

 
Ađalfundur Leikfélags Hólmavíkur ţann 
7. okt. 1990 í Grunnskólanum:

Fundarritarinn Jón Gísli tređur upp í gerfi Grímhildar galdranornarJón Jónsson formađur stakk upp á sjálfum sér sem fundarstjóra og mér sem fundarritara. Var ţađ samţykkt. Síđan las hann upp ţá félaga sem gengiđ höfđu í félagiđ á síđasta ári.

Á fundinn voru mćttir níu manns eđa ţannig. Síđan las formađur upp skýrslu stjórnar rámri röddu. Tveir sofnuđu nćstum á međan. Spurt var um styrk vegna Jóladagatals. Já, sagđi formađur hárri röddu, viđ fengum styrk. Svo talađi hann svolítiđ meira, en of hratt. Ţví nćst var talađ um hvađ sumir vćru duglegir ađ semja leikrit.

Síđan las formađur upp reikninga óskýrri röddu enda reikningar ekki endurskođađir. Ýmsar athugasemdir voru gerđar en voru kćfđar í fćđingu. Reikningum var hrósađ og var almenn ánćgja međ fjárhag félagsins.

Nćst var tekin fyrir tillaga ađ lagabreytingu frá formanni sem las upp ný lög hrađri röddu en nokkuđ skýrmćltur ţó. Fćrt var til eitt orđ í 5. grein laganna, orđiđ atkvćđi var fćrt fram fyrir nćsta orđ sem er úrslitum.

 Lagabreytingin var samţykkt samhljóđa.

Lögđ var fram tillaga ađ leikhúsferđ og voru fundarmenn nokkuđ ánćgđir međ hugmyndina og ákveđiđ ađ komandi stjórn kannađi máliđ nánar.

Rćtt var um skemmtidagskrá eđa ţess háttar, "Bćndur í bókmenntum", helst fyrir desemberlok.

Nýtt leiklistarnámskeiđ langar menn ađ hafa og var ákveđiđ ađ reyna ađ fá Skúla Gautason aftur.

Absúrd ţýđir raunverulegur fáránleiki.

Ákveđiđ ađ gera eitthvađ í tilefni tíu ára afmćlis Leikfélagsins í vor.

Ákveđiđ ađ hafa morđ í leikriti sem á eftir ađ finna. Ákveđiđ var ađ leita ađ ţví á námskeiđinu sem verđur kannski.

Ţá var gengiđ til kosninga og fóru ţćr ţannig ađ kosningu hlutu:

Í ađalstjórn: Einar Indriđason, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jón Jónsson, Magnús Rafnsson, Ester Sigfúsdóttir.

Í varastjórn: Jón Gísli Jónsson, María Guđbrandsdóttir.

Endurskođendur voru kosnir: Ómar Pálsson og Ásmundur Vermundsson.

Stjórnin sér um rest.

Fundarstjóri: Jón Jónsson - Fundarritari: Jón Gísli Jónsson

 

Spakmćli fundarins: „Absúrd ţýđir raunverulegur fáránleiki.“

 
Vefur
: SÖGUSMIĐJAN
© 2002