Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn

 
Leikfélagið

Nýjustu fréttir

Leiksýningar

Ferðalög

Glens og grín

Leikarar o.fl.

Upphafssíðan
 

Gestabók
Skrá á póstlista

 
 

 
Fræknar ferðasögur - VI

Með Sex í sveit í Árneshrepp árið 2003

Á föstudegi rifu vaskir menn og villtar meyjar niður sviðið og ljósin í Bragganum á Hólmavík, pökkuðu niður búningum, leikmunum og öðru glingri, settu allt út í rútu og biðu síðan sallarólegir fram á laugardagsmorguninn. Þá var lagt af stað. 

Leikhópnum sóttist ferðin vel þrátt fyrir slabb á Veiðileysuhálsi og í Reykjarfirði. Góður liðsstyrkur var með í för að þessu sinni, hin ofurröska Svanhildur Jónsdóttir og börnin hennar og ennfremur fyrrverandi prófastur og stórleikari Áskell Bendiktsson.

Menn voru komnir í Trékyllisvík laust eftir hádegi og enginn dró af sér við að setja upp sviðið og koma öllu á sinn stað. Hefðbundinni sund- og kaupfélagsferðinni var meira að segja sleppt að þessu sinni. Um miðjan dag eldaði Sabba pottrétt og Sverrir rauðmaga sem allir átu með bestu lyst (alla vega pottréttinn). Einar sýndi mikla dirfsku með því að tengja ljósaborðið beint inn í rafmagnstöflu hússins. Addi lék lasinn í fyrsta skipti á ævinni.

Þessi ljóti siður er undanfari upphitunar leikara - svona grúbbufaðmlag.

Sýningin tókst ágætlega, en 37 manns mættu á svæðið og hlógu sig máttlausa. Það er gaman að sýna í Árneshreppi því þar eru þakklátustu áhorfendur í heimi. T.d. stóð enginn upp og fór beint heim þegar sýningin var búin, heldur dvaldi fólk í nokkurn tíma og spjallaði við okkur og hvort annað og þakkaði fyrir sig. Gaman að því.

Síðan var öllu draslinu pakkað inn í bíl aftur  og lagt af stað heim á miðnætti. Skafrenningur og snjókoma á heimleiðinni varð til þess að við vorum ekki komin á Hólmavík fyrr en tæplega hálf þrjú um nóttina.  

Hér eru myndir úr ferðinni í Árneshrepp gerðar opinberar á vefnum, flestar  teknar af Kristínu Einarsdóttur (nema þær sem eru af henni).

 
sex-leikferd2.jpg (75487 bytes) sex-leikferd3.jpg (63464 bytes) sex-leikferd1.jpg (92137 bytes)
Bílstjórinn Alfreð lítur á landakortið - hvar er þessi Árneshreppur? Rúna Stína undirfurðuleg á svip. Ási lætur fara vel um sig innan um gromsið í rútunni.
sex-leikferd5.jpg (44164 bytes) sex-leikferd18.jpg (49304 bytes) sex-leikferd9.jpg (76815 bytes)
Svona var færðin norður í hrepp umræddan dag.  Rútan komin í áfangastað. Allir fara snemma að sofa í leikferðum - alltaf.
sex-leikferd7.jpg (37705 bytes) sex-leikferd6.jpg (63366 bytes) sex-leikferd4.jpg (52260 bytes)
Sabba gjaldkeri þungt hugsi - hvað ætli komi margir í kvöld? Sverrir er hins vegar áhyggjulaus að vanda Einar orðinn fullur? Neei.
sex-leikferd19.jpg (61802 bytes) sex-leikferd21.jpg (41872 bytes) sex-leikferd20.jpg (57484 bytes)
Eina myndin sem náðist af Arnari ritara í ferðinni - hann var lasinn greyið. Svona elsku Einar, upp með kastarann, 
hæ hoppsasí, hæ hoppsasa 
Lengi getur vont versnað, Sverrir breytist í Benedikt.
sex-leikferd17.jpg (57687 bytes) sex-leikferd8.jpg (76201 bytes) sex-leikferd22.jpg (45518 bytes)
Hildur prófar nýja augnskuggann. Glatt á hjalla við matarborðið, Sverrir, Ási, Stína, Sabba og Einar. Ási mátar gegnsætt glímubelti áður en átökin hefjast.
sex-leikferd16.jpg (69067 bytes) sex-leikferd15.jpg (56299 bytes) sex-leikferd14.jpg (65876 bytes)
Kokkurinn Stína leitar að karakternum  og Agnes Jónsdóttir horfir á. Sviðið að verða klárt fyrir sýningu. Enn er klukkutími til stefnu, Sabba og Sigga munda tólin í salnum.
sex-leikferd13.jpg (44388 bytes) sex-leikferd10.jpg (50325 bytes) sex-leikferd11.jpg (77135 bytes)
Alfreð skrúfar og skrúfar. Sabba og Rúna Stína taka til hendinni í eldhúsinu. Börnin teikna og mála.

   

Spakmælið: „Þrjú hjól undir bílnum, áfram skröltir hann þó ...“

 
Vefur
: SÖGUSMIÐJAN
© 2002