Hérađsbókasafn Strandasýslu

Bókaormur

Grunnskólanum á Hólmavík, Skólabraut 20
Bókavörđur: Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Sími: 451-3256
Netfang: bokasafn@holmavik.is

Opnunartími:
 10:00-13:30 á skólatíma og 19:30-20:30 á ţriđjudagskvöldum.

 
Ađalsíđa

Tilkynningar

Bóka- og ljóđakvöld

Safnkosturinn

Saga bókasafnsins

Lestrarfélög á Ströndum
Handskrifuđ sveitablöđ

Lestrarfélag Hrófbergshrepps stofnađ 1897

Saga Hérađsbókasafnsins 

Ef ţiđ hafiđ ábendingar, sendiđ ţá bókaverđinum póst: bokasafn@holmavik.is 
 

Stofnun Hérađsbókasafns Strandasýslu

Hérađsbókasafn Strandasýslu var stofnađ áriđ 1956 og samanstóđ bókakostur ţess í upphafi af bókum frá Lestrarfélagi Hólmavíkurhrepps og Sýslubókasafni Strandasýslu, auk ţess sem fáeinar skrćđur komu frá Lestrarfélagi Hrófbergshrepps. Í fundargerđ ţann 17. júlí 1956 sem jafnframt var fyrsti fundur stjórnar kemur fram ađ gjald fyrir ársskírteini var ákveđiđ kr. 30.- fyrir Hólmavíkurhreppsbúa, en kr. 15.- fyrir ađra notendur. Ákveđiđ var ađ hafa tvo útlánatíma á viku yfir veturinn en einn ađ sumrinu. Nćsta fundargerđ í fundargerđabók Hérađsbókasafnsins er dagsett 15. september 1978 og eru síđan bókađir fundir á um ţađ bil 2 ára fresti til 1994 ţegar bókunum fer ađ fjölga.

Bókasafnsnefnd eđa stjórn bókasafnsins hefur frá stofnun veriđ samsett af tveimur mönnum tilnefndum af Strandasýslu og ţremur mönnum tilnefndum af Hólmavíkurhreppi. Í fyrstu stjórn ţess voru séra Andrés Ólafsson formađur, Guđmundur Ţ. Sigurgeirsson, Óli E. Björnsson, Guđbrandur Benediktsson og Torfi Guđbrandsson. 

Húsnćđi safnsins

Bókakostur Hérađsbókasafnsins var upphaflega varđveittur í Barnaskóla Hólmavíkur og hafđi reyndar veriđ ţar í herbergi í kjallaranum áđur en safniđ var stofnađ formlega. Viđ stofnun Hérađsbókasafnsins var safniđ síđan flutt upp á efri hćđina, í herbergi inn af kennarastofunni ţar sem nú er skólastjóraherbergi. Síđar var nokkuđ af bókum flutt aftur niđur í kjallara og ţá var safniđ á tveim stöđum. Bókasafniđ varđ fljótlega mjög ađţrengt í skólanum og endađi međ ţví ađ safninu var pakkađ í kassa áriđ 1969 og sett í geymslu í Taflfélagshúsiđ um tíma. Áriđ 1970 var ţađ síđan flutt í kjallarann ađ Borgabraut 13 ţar sem húsnćđi var leigt undir safniđ og ţar var ţađ í allmörg ár. Á ţessum tíma var safniđ fyrst skráđ eftir almennu flokkunarkerfi.

Á árunum eftir 1980 var byggt viđ skólann á Hólmavík og var ţá byggt húsnćđi fyrir Hérađsbókasafniđ og skólabókasafn um leiđ. Átti ţessi bygging ađ leysa úr húsnćđisvanda ţess til frambúđar. Ţar hefur bókasafniđ veriđ frá 1984 ásamt Tónskóla Hólmavíkurhrepps og Kirkjubólshrepps flest árin og er orđiđ allţröngt um báđa ađila. Bćkur Hérađsbókasafnsins eru í geymslum á tveimur stöđum annars stađar í skólahúsinu, m.a. á lofti yfir smíđastofunni, ţar sem ţćr eru mjög óađgengilegar. Bókasafniđ stćkkađ nokkuđ viđ ţegar Bókasafn Nauteyrarhrepps var sameinađ ţví nokkru eftir sameiningu sveitarfélaganna sitt hvoru megin viđ Steingrímsfjarđarheiđi áriđ 1994. Nýveriđ voru svo bćkur frá Broddanesi (úr lestrarfélagi Óspakseyrar og Fellshreppa) fluttar í safniđ og búiđ er ađ pakka bókum úr Sćvangi (úr lestrarfélagi Tungusveitar) til flutnings í safniđ.

Bókaverđir 

Bókaverđir Hérađsbókasafnsins og skólabókasafnsins frá upphafi hafa veriđ eftirtaldir:

 • Frá 2012 - Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Hólmavík

 • 2001 - 2012 - Ester Sigfúsdóttir, Kirkjubóli

 • 1999-2001 - Ingibjörg Valdimarsdóttir, Hólmavík

 • 1996-1999 - Jónína Gunnarsdóttir, Hólmavík

 • 1995-1996 - Sunna Vermundsdóttir, Hólmavík

 • 1992-1995 - Hafdís Sturlaugsdóttir, Húsavík

 • 1982-1992 - Jón Ólafsson, Hólmavík

 • 1971-1982 - bókasafnsnefnd skipti međ sér bókavörslu, útlánum og stjórnun

 • 1969-1970 - enginn, bókasafniđ í kössum

 • 1968-1969 - Ingimunda Hansen, Hólmavík

 • 1962-1968 - Jón E. Alfređsson, Hólmavík

 • 1957-1961 - Fanney Hjaltadóttir, Hólmavík

 • 1956 - Óli E. Björnsson, Hólmavík

© 2003 - Jón Jónsson,
ţjóđfrćđingur á Kirkjubóli 

Vefsíđugerđ: Sögusmiđjan