Leikfélag Hólmavíkur

Búningahorn

Sminkhorn

Ljósahorn

Hvíslarahorn

 
Leikfélagiđ

Nýjustu fréttir

Leiksýningar

Ferđalög

Glens og grín

Leikarar o.fl.

Upphafssíđan
 

Gestabók
Skrá á póstlista

 


 

     
Leikfélagslúđurinn 2006-2007

Fréttir af leikárinu 2006-7 međ ţví ađ smella hérna.
Fréttir af leikárinu 2005-6 međ ţví ađ smella hérna.
Fréttir af leikárinu 2004-5 međ ţví ađ smella hérna.
Fréttir af leikárinu 2003-4 međ ţví ađ smella hérna.
Fréttir af leikárinu 2002-3 međ ţví ađ smella hérna.

 

Skúli Gautason leikur Charlie Brown

ImageAllra síđasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á ćvintýraverkinu Ţiđ muniđ hann Jörund sem er vel ţekkt fyrir leikgleđi og söng verđur29. júní í félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 20:00. Sýningin er hluti af dagskrá Hamingjudaga. 

Sigurđur Atlason sem fór međ eitt ađalhlutverkiđ í vetur er nú staddur í Noregi ađ skemmta galdraráđstefnugestum og funda um alţjóđlegt samstarf Strandagaldurs er fjarri góđu gamni. Í stađ hans tekur enginn annar en leikstjórinn og atvinnuleikarinn Skúli Gautason ađ sér hlutverk flotaforsjórćningjans og stórkanónuskyttunnar Charlie Brown.

Hljómsveitin og ađrir leikarar verđa á sínum stađ og eru Strandamenn allir og gestir Hamingjudaga hvattir til ađ skella sér á leikinn.

[Innsett 26. júní 2007 - JJ]

Harmonikkutónar á Hólmavík

Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík er ţekkt fyrir dćmalausa bjartsýni alla daga ársins, hvernig sem viđrar. Hún setti sig út á tröppur í gleđi sinni í morgun og ţandi harmonikkuna nágrönnum sínum til mikillar ánćgju, sjá má meira af ţví undir ţessum tengli. Ásdís var heiđruđ sérstaklega af Leikfélagi Hólmavíkur á lokasýningu á Ţiđ muniđ hann Jörund í gćrkvöldi og hlaut ţar nafnbótina, Móđir okkar allra, fyrir óeigingjörn störf í menningarmálum og ekki síst fyrir ţađ eitt ađ vera til og vera öllum öđrum hvatning til gleđi og bjartsýni í hversdagsleikanum.

[Innsett 29. apr. 2007 - JJ]

Myndagetraun af tilefni leiksýningar

Image

Sjöunda og síđasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á leikritinu Ţiđ muniđ hann Jörund verđur í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld og hefst kl. 20:30. Leiksýningin hefur fengiđ gríđarlega góđa dóma hjá gestum og einhverjir ánetjast henni og komiđ nokkrum sinnum. Dćmi eru um ađ fólk hafi komiđ allt ađ ţrisvar sinnum á sýninguna og ćtli sér ekki ađ láta hana framhjá sér fara í kvöld. Ţađ er nokkuđ víst ađ leiksýningin í kvöld verđur ansi fjörlegt og leikarararnir ćtla ađ sjá til ţess ađ gestirnir skemmti sér hiđ besta. Af tilefni síđustu sýningarinnar á Ţiđ muniđ hann Jörund hefur strandir.is sett upp litla myndagetraun á Strandamannaspjallinu.

Myndin sem birtist međ ţessari frétt er af
ókennilegri persónu sem starfar af krafti međ leikfélaginu. Spurningin gengur út á ţađ hvađ persónan heiti fullu nafni og síđan ţarf ađ skrifa myndatexta um ţađ hversvegna persónan felur hausinn á sér í kassanum. Sigurvegari getraunarinnar verđur sá sem getur til um rétt nafn og kemur međ skemmtilegasta myndatextann ađ áliti dómnefndar. Skilja ţarf eftir nafn og símanúmer en verđlaunin er frímiđi á síđustu sýninguna á Ţiđ muniđ hann Jörund í kvöld. Dómnefnd tekur til starfa klukkan 18:00 svo ţađ ţarf ađ hafa hrađar hendur.

[Innsett 28. apr. 2007 - JJ]

 

Lokasýning á Jörundi

Laugardaginn 28. apríl  verđur lokasýning á ćvintýraverkinu Ţiđ muniđ hann Jörund í félagsheimilinu á Hólmavík. Í fréttatilkynningu segir ađ reiknađ sé međ gargandi stemmingu ţetta kvöld og fullu húsi gesta. Áhugasömum er ţess vegna bent á ađ panta miđa á sýninguna í síma 865-3838. Í tilefni dagsins vill Leikfélagiđ bjóđa einn frían drykk međ hverjum keyptum miđa. Geta gestir valiđ úr nokkrum tegundum gosdrykkja til ađ svala ţorstanum og ţeir sem eru orđnir 20 ára hafa einnig val um léttan eđa venjulegan bjór. Kvennakórinn Norđurljós selur kaffi, svala og gómsćtt bakkelsi í hléinu. Gestum sem koma lengra ađ, er bent á ađ nćgt gistirými er á Hólmavík og nćrsveitum og afţreying ýmis konar á bođstólum.

Leikfélag Hólmavíkur var stofnađ í maí 1981 og hefur starfađ nćr óslitiđ síđan ţá. Í ţessari uppsetningu eru ţáttakendur um 25 manns á öllum aldri. Skúli Gautason leikari og tónlistarmađur leikstýrđi verkinu. Honum finnst krafturinn og jákvćđnin á Hólmavík alveg hreint ótrúleg og menningarlífiđ međ frábćrt, ţađ sé kannski svolítiđ kraftaverk ađ geta sett upp leikrit međ 25 leikurum í 500 manna byggđalagi. Ţađ sanni ađ ţađ sé líf á landsbyggđinni.

[Innsett 27. apr. 2007 - JJ]

 

Hátt í 60 gestir á sýningu

Leikfélag Hólmavíkur sýndi Ţiđ muniđ hann Jörund viđ góđar undirtektir í Félagsheimilinu á Hólmavík í gćrkvöldi. Hátt í sextíu gestir sem komu víđa ađ voru á sýningunni. Ţetta var fimmta sýningin á verkinu og hafa ţćr allar veriđ ágćtlega sóttar. Sýning verđur aftur á Hólmavík í kvöld, sunnudag, og hefst kl. 20:30. Leikritiđ fjallar á skoplegan hátt um dvöl Jörundar hundadagakonungs á Íslandi um tćplega tveggja mánađa skeiđ sumariđ 1809. Ţetta er fjörlegt leikrit og mikiđ sungiđ og dansađ. Jörundur komst aftur í fréttirnar á Íslandi í síđustu viku eftir mikinn bruna í Austurstrćti ţar sem hús danska stiftamtmannsins Trampe greifa, sem Jörundur gerđi ađ sínu, brann í miklum eldsvođa. Miđapantanir eru í síma 865 3838.

Jörundur, Laddie og Charlie Brown

[Innsett 22. apr. 2007 - JJ]

 

Jörundur sýndur tvisvar um helgina

Söngleikurinn Ţiđ muniđ hann Jörund sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp í vetur verđur sýndur tvisvar sinnum um komandi helgi. Sýnt verđur bćđi laugardag og sunnudag í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefjast báđar sýningar kl. 20:30. Einnig verđur leikritiđ sýnt 28. apríl á Hólmavík og eru ţetta lokasýningar ađ sinni. Ekki verđur fariđ međ leikritiđ í fleiri leikferđalög og Jörundur verđur hvorki sýndur á Drangsnesi eđa í Árneshreppi vegna umfangs leikritsins.

[Innsett 19. apr. 2007 - JJ]

 

Stórbruni í húsi Trampe greifa

 

ImageStórbruni á sér stađ í Reykjavík ţessa stundina en eldur kom upp í Austurstrćti 22 og breiddist yfir í nćstu hús. Ţar á međal hús sem Trampe greifi reisti, en hann var danskur stiftamtmađur á árunum 1806-1813 ađ undanskildu ţví tímabili ţegar Jörundur hundadagakonungur réđi ríkjum á Íslandi sumarlangt. Trampe greifi er ein ađalpersóna ţeirra atburđa sem áttu sér stađ sumariđ 1809 ţegar Jörundur hundadagakonungur rćndi völdum á Íslandi. Leikfélag Hólmavíkur er einmitt ađ sýna Jörund hundadagakonung um ţessar mundir og Victor Örn Victorsson skólastjóri á Hólmavík fer međ hlutverk Trampe greifa. Hús Trampe greifa stendur á horni Lćkjargötu og Austurstrćtis í Reykjavík.

Nćstu sýningar Leikfélags Hólmavíkur á leikritinu Ţiđ muniđ hann Jörund verđa nćstkomandi laugardag og sunnudag kl. 20:30. Miđapantanir eru í síma 865 3838. Ţetta er frábćr skemmtun og eru allir hvattir til ađ sjá sýninguna minnst ţrisvar sinnum, ţví ţetta er sannarlega eldfim sýning.

Slökkvistarf stendur yfir
ţessa stundina og ljóst er ađ um talsvert miklar menningarsögulegar skemmdir er ađ rćđa.

[Innsett 18. apr. 2007 - JJ]

 

Fjölmenni á Jörundi í Bolungarvík

Image

Leikfélag Hólmavíkur sýndi Ţiđ muniđ hann Jörund í Bolungarvík í gćr og var mjög fjölmennt og góđ stemmning, vel á annađ hundrađ gestir. Sýningin hefur sömuleiđis veriđ ágćtlega sótt á Hólmavík, sérstaklega voru margir á frumsýningunni, en fjórđa sýning er núna á páskadag í félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 20:30. Miđapantanir eru í síma 865-3838.

[Innsett 7. apr. 2007 - JJ]

 

Leikfélagiđ slegiđ út úr Spurningakeppni Strandamanna

Átta liđa úrslit í Spurningakeppni Strandamanna fóru fram í gćrkvöldi í Félagsheimilinu á Hólmavík. Ađ vanda var vel mćtt og létt stemmning í húsinu. Keppnirnar voru misspennandi en allar voru ţćr skemmtilegar og keppendur greinilega međ ţađ á hreinu ađ ţađ skipir höfuđmáli ađ vera međ og helst ađ hafa svolítiđ gaman af ţví um leiđ. Úrslit í tveimur keppnum réđust ekki fyrr en í síđustu spurningunum. Ţađ voru liđ Umf. Neista, kennara viđ Grunnskólann á Hólmavík, Skrifstofu Strandabyggđar og Hólmadrangs sem komust ađ lokum á úrslitakvöldiđ sem verđur haldiđ sunnudaginn 15. apríl nćstkomandi. Hér fyrir neđan má sjá úrslit kvöldsins og stutta umsögn Arnar S. Jónssonar, spyrils og dómara, um keppni Leikfélagsins:

Kennarar Grunnskólanum Hólmavík - Leikfélag Hólmavíkur = 16-8
„Tveir ţriđju af kennaraliđinu kom beint upp á sviđ úr svađilför norđur á Strandir og var nokkuđ lengi ađ ná upp dampi gegn liđi Leikfélagsins sem innihélt ađeins einn fyrrum keppanda ţess. Stađan eftir hrađaspurningarnar var 9-7 kennaraliđinu í vil og allt gat gerst. Í bjölluspurningunum hrukku kennarar hins vegar heldur betur í gang, svöruđu fyrstu fjórum spurningunum rétt og héldu áfram ađ keyra í fimmta gírnum út keppnina. Ađ sama skapi hrökk Leikfélagiđ í bakkgír og náđi ađeins einu stigi úr bjölluspurningunum á móti fimm stigum kennaranna. Liđ kennaranna er ógnarsterkt og erfitt er ađ stoppa ţađ ţegar ţađ kemst á skriđ; hrađinn í bjölluspurningunum er afar mikill. Ţađ má finna til međ liđi Leikfélagsins sem ţurfti ađ skipta tveimur mönnum út úr liđinu fyrir ţetta keppniskvöld og hafđi kannski ekki burđi til ađ stilla saman strengi sína.“

[Innsett 4. apríl 2007 - JJ]

Sýningarplaniđ á Jörundi lítur svona út:

Frumsýning 24. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20:30
2. sýning 25. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 15.00
3. sýning 6. apríl í Víkurbć Bolungarvík kl. 20:00
4. sýning 8. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
5. sýning 21. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
6. sýning 22. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
7. sýning 28. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30

Miđapantanir í síma 865-3838.

[Innsett 28. mars 2007 - JJ]
 

Lesendabréf um Jörund á strandir.is 

"Landsbyggđin á í vök ađ verjast í mörgum málaflokkum og ţví miđur er ţađ svo ađ oft á tíđum gleymist í dćgurţrasinu ţađ sem vel er gert í samfélagi á borđ viđ okkar hér á Hólmavík.

Mikilvćgt starf er unniđ
í menningarlífinu af íbúum hér og hefur manni oft sýnst nóg um ţađ hversu öflugt menningarlífiđ er ,en ţađ er örugglega af hinu góđa. Í öllum tilfellum eigum viđ íbúarnir ađ sjálfsögđu ađ lofa og prísa ţađ sem gert er okkur til skemmtunar og samliđa ţurfum viđ ađ láta viđkomandi ađila finna fyrir ţví hvers virđi framlag ţeirra er fyrir samfélagiđ. Ţađ er gaman ađ auđga andann og kíkja á ţađ sem hćst ber í menningarlífinu hverju sinni enda má mađur ekki láta slíka stórviđburđi framhjá sér fara.

Síđasta laugardagskvöld lá leiđ mín á
frumsýningu Leikfélags Hólmavíkur á verki Jónasar Árnasonar, Ţiđ muniđ hann Jörund. Ég ćtla ekki ađ hafa mörg orđ um ţađ ađ öđru leiti en ađ hér er á ferđinni glćsileg og stórskemmtileg sýning sem enginn má missa af. Umgjörđ sýningarinnar og andinn í húsinu eru ljómandi góđur og á sviđinu eru unnir margir litlir og stórir leiksigrar. Uppfćrslan sem stjórnađ er af Skúla Gautasyni skilar sögunni vel og tónlistin sem drífur verkiđ áfram er flutt á metnađarfullan hátt og af fagmennsku sem hrífur áheyrandann međ á vit ćvintýrsins á landinu kalda.

Ég
hvet alla íbúa í Strandabyggđ til ađ sjá sýningu Leikfélagsins enda ţarf enginn ađ sjá eftir ţví ađ böđlast fram úr nýja leisíbojstólnum og sleppa hendinni af Greis Anatómí og Prisonbreik eina kvöldstund fyrir sýningu á borđ viđ ţessa. Nú svo má ekki gleyma ađ fólkiđ sem lagt hefur á sig margra vikna og mánađa vinnu ţarf á okkur ađ hinum halda til borga brúsann sem eflaust kostar eitthvađ.

Ég nefndi ţađ hér í upphafi ađ ţakka beri fyrir ţađ
međ öllum ráđum ţegar stađiđ er fyrir viđburđum á borđ viđ ţennan. Í ţví ljósi saknađi ég ţess tilfinnanlega ađ Leikfélagiđ skyldi ekki heiđrađ međ blómvendi í ţađ minnsta fyrir framtakiđ. Ađ mínu mati er ţađ Sveitarstjórn Strandabyggđar eđa Menningarmálanefnd sem hefur ţađ hlutverk ađ ţakka framtakiđ fyrir hönd okkar íbúanna og annađ ţađ sem vel er gert í menningarlífinu.

Lítiđ
hrós eđa klapp á bakiđ getur orđiđ til ţess ađ mönnum eflist kraftur og ţeir finna ađ ţađ sem veriđ er ađ gera skiptir máli.

Leikfélag Hólmavíkur

Takk fyrir mig

Bjarni Ómar Haraldsson"

[Innsett 28. mars 2007 - JJ]

 

Charley Brown bloggar um frumsýningu

Sigurđur Atlason stórleikari og fyrrverandi formađur Leikfélags Hólmavíkur fer međ eitt af ađalhlutverkunum í leikritinu Ţiđ muniđ hann Jörund. Hann bloggađi um frumsýninguna frá sjónarhóli leikarans:  

gćrkvöldi frumsýndum viđ Ţiđ muniđ hann Jörund á Hólmavík. Ég er nokkuđ lukkulegur međ útkomuna og frammistöđu allra leikaranna. Ţađ var ekki marga veika bletti ađ finna og ótrúlega samheldinn hópur. Ég lenti í örlítilli krísu í upphafi leikritsins en ég hafđ fariđ í bolinn öfugan ţannig ađ hćgri höndin á honum lenti vinstra megin. Ţví tók ég ekki eftir fyrr en skömmu áđur en kjúiđ mitt kom. Ţađ er nefnilega mikilvćgt ađ hćgri sé hćgri og vinstri vinstri vegna króksins sem Charlie Brown hefur á hćgri hendi. Ţví ef vinstri ermin lendir hćgra megin ţá er hćtt viđ ađ ermin dragist langt upp fyrir olnboga og krókurinn og allt mekkanóiđ sem honum fylgir komi í ljós, og ţađ er frekar leiđinlegt.

Ţví var ekki um annađ ađ rćđa en ađ rjúka úr frakkanum og úr bolnum og snúa honum viđ. Ţađ ţarf talsvert mikiđ ađ hafa fyrir ţví, ţar sem bolurinn fer upp fyrir höfuđiđ og ţví ţarf einnig ađ fjarlćgja höfuđklútinn og hattinn og síđan ađ koma öllu fyrir á sínum stađ. Ţađ tókst ekki fulkomlega á ţeim skamma tíma sem ég hafđi ţví kjúiđ mitt kom rétt í ţann mund ţegar ég smeygđi mér í frakkann og ţá var ekki um annađ ađ rćđa en ađ byrja ađ hrópa og grýta Sir Walter Raleigh inn á sviđiđ. Hann vissi ekki hvađan á sig stóđ veđriđ ţar sem hann var ađ reyna ađ hjálpa mér.  

Ţegar ég kom inn og hlutverk Charlie Brown var ţar međ opinberlega hafiđ ţá tók ég eftir ţví ađ ţađ var ekki allt međ felldu, ţví axlarbandiđ sem heldur upp gerfifót hans var yfir frakkanum og kuđlađi hann ţví illa upp auk ţess sem höfuđklúturinn hafđi ekki haft tíma til ađ rata á réttan stađ og gćgđist út úr vinstri erminni.

Ţetta pirrađi mig verulega og gerđi ađ öllum líkindum Charlie Brown en illúđlegri.  En atriđiđ slapp og allt gekk vel. Ţađ var helst ađ ţađ vćri svolítiđ hik á mér í upphafi eftir hlé, en ţví hafđi ég svosem átt von á. Ég veit ekki hversu mikiđ hikiđ náđi út í sal.

Gestir virtust afar ánćgđir viđ leikslok og ég var örţreyttur svo allt var eins og ţađ átti ađ vera.

Ţađ er sýning aftur eftir tvćr klukkustundir. Ég vona ađ ég komist í gegnum hana, ţví röddin í mér virđist vera ađ hverfa. Ég satt ađ segja efast um ađ nokkuđ hljóđ heyrist frá mér ţegar líđur tekur á verkiđ."

[Innsett 27. mars 2007 - JJ]

 

Fyrrverandi formađur bloggar um frumsýningu

Arnar S. Jónsson stórleikari og fyrrverandi formađur Leikfélags Hólmavíkur situr á hliđarlínunni núna og tók ekki ţátt í uppfćrslunni á Jörundi. Hann var hins vegar staddur á frumsýningunni og bloggađi svo: 

"Viđ fórum öll í gćr á leikritiđ, Ţiđ muniđ hann Jörund, í félagsheimilinu. Stórskemmtileg uppsetning hjá uppáhalds leikfélaginu mínu og ekki skemmdi ađ verkiđ er eitt af mínum uppáhalds leikritum. Hvet alla sem vettlingi geta valdiđ ađ mćta á nćstu sýningar og sjá leiksigra hjá fjölda manns. Ţađ eru gríđarleg forréttindi (sem ég er ekki viss um ađ allir Strandamenn geri sér grein fyrir) ađ eiga jafn frábćrt leikfélag og Leikfélag Hólmavíkur.

Hér verđur ekki lagđur dómur á leikritiđ sjálft. Hins vegar verđ ég ađ segja nokkur orđ um áhorfendurna sem voru frekar ţungir framan af verki í gćr. Ađ öllum öđrum áhorfendum ólöstuđum vil ég halda ţví fram ađ Brynjar Freyr Arnarsson hafi skemmt sér best allra, enda búinn ađ spyrja um leikritiđ á hverjum degi síđan hann fór á ćfingu međ mér um daginn. Hann fór ađ sjálfsögđu í sjórćningjabúningi og hitti síđan alla skipsfélaga sína eftir leikritiđ:

B og Trampe

Brynjar hitti ađ vísu fyrst danska yfirvaldiđ, leiđindagaurinn Trampe greifa, sem er leikinn á snilldarlegan hátt af öđlingnum Victori Erni Victorssyni.

B og Jörundur

Ţví sem nćst hitti Brynjar konunginn sjálfan, herra Jörund. Ţeir ćfđu skylmingar og stilltu sér síđan upp fyrir myndavélina. Jöri er leikinn af Gunnari Melsteđ sem gerir ţađ frábćrlega.

B og Laddie

Hinn snaggaralegi Hálendingur Laddie var heimsóttur nćst. Ţar er á ferđinni "Jón Gústi frćndi minn" sem átti fantagóđan leik.

B og Charlie gamli

Ađalatriđiđ var samt ađ hitta Charlie gamla Brown, sem var eini alvöru sjórćninginn á svćđinu fyrir utan Brynjar. Charlie otađi króknum og öskrađi eins og brjálađur vćri, svo mikiđ ađ Brynjari varđ ekki um sel og ákvađ ađ yfirgefa ţetta furđuverk. Siggi Atla leikur Charlie og ţađ ţarf ekkert ađ fullvissa neinn um hans leikhćfileika - hann var frábćr.

Morđtilraun

Ţegar ţarna var komiđ var Brynjar kominn í ham og gerđi tilraun til ađ drepa Billa Sverris. Ţađ tókst sem betur fer ekki og er ţar sennilega ađ ţakka Alexander Jones sem leikinn var af Eysteini Gunnarssyni. Samt dálítiđ skrítiđ hvađ Sverrir Bassi hefur gaman af ţessari hrottafengnu morđtilraun. :)"

[Innsett 27. mars 2007 - JJ]

 

Leikfélagar teknir tali

Félagar í Leikfélagi Hólmavíkur stíga á sviđ í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld og frumsýna Ţiđ muniđ hann Jörund eftir Jónas Árnason í leikstjórn Skúla Gautasonar. Leikritiđ fjallar um ćvintýri Jörunds hundadagakonungs og hans kappa. Á Íslandi lenda ţeir í allskyns ćvintýrum og hitta ţar fyrir undarlega ţjóđ sem býr yfir undarlegu tungumáli og mörgum enn undarlegri siđum. Yfir tuttugu leikarar og hljóđfćraleikarar taka ţátt í sýningunni sem undirbúa sig af krafti í dag, hver međ sínu lagi. Sýningin hefst kl. 20:30 og ennţá er nóg af lausum sćtum. Tíđindamađur strandir.is sló á ţráđinn til nokkurra ţeirra og innti ţá eftir ţví hvernig ţeir höguđu undirbúningnum síđustu klukkustundirnar fyrir frumsýningu.

Gunnar Melsted - Jörundur hundadagakonungur
Mér finnst rosalega gott ađ fara í langan göngutúr fyrir fumsýningu og ef mér tekst ađ leggja mig eftir hann, ţá er ég bara góđur og tilbúinn í slaginn. Ég hugsa um eitthvađ allt annađ en leikritiđ eđa hlutverkiđ mitt í gönguferđinni og reyni ađ tćma hugann sem best. Ég reyni einnig ađ fara í sund en ţađ geri ég reyndar eins oft og ég get ef einhver verkefni sem ţarf ađ leysa eru framundan.

Ester Sigfúsdóttir - skćkja, hefđarfrú og Íslendingur
Frumsýningardagar eru nokkuđ venjulegir dagar hjá mér. Ég undirbý mig ekkert sérstaklega og ţađ er ekkert sérstakt sem ég geri, ekki fyrr en ég er mćtt í leikhúsiđ og er ađ setja mig í stellingar. Ég reyni bara ađ hafa ţađ eins huggulegt og ég get og láta mig hlakka til.

Salbjörg Engilbertsdóttir - Mary
Ég hef enga sérstaka hefđ á frumsýningardegi, nema helst ađ eiga lítiđ móment međ sjálfri mér eftir ađ ég er mćtt í leikhúsiđ. Ég svaf lengur í morgun og reyndi ađ hvíla mig, svo reyni ég ađ drekka mikiđ af vatni. Annars er ţetta bara venjulegur dagur sem verđur undirlagđur í hverskyns stjórnunarstörfum í leikfélaginu. Ţađ ţarf ađ undirbúa húsiđ og sjá til ţess ađ allir ytri ţćttir sýningarinnar gangi upp líka.

Sigurđur Atlason - Charlie Brown og kađaltćknir
Ég tryllist yfirleitt í eldhúsverkum á frumsýningardag. Vaska upp og ţríf ţađ í hólf og gólf. Ţađ er mjög furđulegt ţar sem mér leiđast eldhúsverk alveg ćgilega. En ég verđ líka svo ofsakátur ţegar ţađ er búiđ ađ ég verđ nánast til í hvađ sem er. Svo reyni ég ađ slaka á eins og ég mögulega get og hugsa sem minnst um handritiđ eđa ţađ sem framundan er. Eftir ađ ég er kominn í leikhúsiđ ţá dett ég í mínar eigin hugsanir og reyni ađ halda einbeitningu fram á lokastundu.

Stefán Jónsson - hljóđfćraleikari á kránni Jokers & Kings
Ég reyni ađ slaka á og reyna ađ vera andlega tilbúinn til ađ takast á viđ hlutina. Ég hef enga sérstaka ađferđ viđ ţađ, reyni bara ađ hugsa um hiđ daglega líf og tekst svo á viđ verkefniđ ţegar ţar ađ kemur.

Úlfar Hjartarson - Íslendingur, matrósi og sérlegur lífvaktari Jörundar
Ég reyni ađ taka ţví rólega yfir daginn og slaka á. Ţađ er alltaf einhver fiđringur í mér yfir daginn og kvöldiđ framundan mér ávallt ofarlega í huga. Ég fer gjarnan á afvikinn stađ rétt áđur en sýningin hefst og hugsa um ţađ sem framundan er, geri jafnvel talćfingar og hressi upp á tunguna og andlitsvöđvana.

Svanhildur Jónsdóttir - Íslendingur og hefđarfrú
Ţađ er ekkert sem ég viđhefst beinlínis á frumsýningardag vegna hans. Ég reyni ađ hafa ţađ rólegt yfir daginn og reyni ađ ná mér niđur til ađ geta náđ mér upp aftur. Ég reyni bara ađ hafa góđan fókus á ţađ sem framundan er. Ţađ er mér mikilvćgt á kvöldinu fyrir frumsýningardag ađ ganga vel og vendilega frá öllum búningunum mínum í búningsklefanum, svo ég geti gengiđ nákvćmlega ađ öllu í réttri röđ ţegar ţar ađ kemur.

Jón Gústi Jónsson - Laddie
Á seinustu vikum ćfingatímabilsins les ég aldrei handritiđ heldur lćri textann á ćfingum. Á sjálfum frumsýningardegi les ég handritiđ yfir í hljóđi og reyni ađ skanna ţađ svolítiđ til ađ festa textann. Annars reyni ég ađ slaka á yfir daginn, sit og hugsa um eitthvađ skemmtilegt, gjarnan međ góđri tónlist.

Eysteinn Gunnarsson - Sir Alexander Jones, íslendingur og skoskur ferđamađur í Leith
Nei, ég undirbý mig ekki neitt. Ég er gjörsamlega laus viđ ţađ, lćt hverjum degi nćgja sína ţjáningu.

[Innsett 25. mars 2007 - JJ]

 

Ragnheiđur Ingimundar bloggar um generalprufu

"Jćja góđa kvöldiđ ég var ein af ţeim heppnu sem var bođiđ á generalprufu hjá leikfélagi Hólmavíkur í kvöld og ţar var veriđ ađ sýna Ţiđ muniđ hann Jörund. Ţetta er alveg frábćr sýning og hvet ég alla Hólmvíkinga og nćrsveitunga til ađ fara á ţessa sýningu. Ţeir Sigurđur Atlason, Gunnar Melsted, Jón Gústi Jónsson fara alveg á kostum og einnig Victor Örn, annars eru allir leikararnir frábćrir og hvet ég fólk sem fer á nćstu sýningar til ađ horfa vel á andlitssvipbrigđi fólksins, ţá sérstaklega Matta og Ester og líka alla hina sem kallađir eru Íslendingar. 

Og muniđ ađ klappa nóg og einnig ađ skemmta ykkur vel, ég og Siggi viđ skemmtum okkur alveg frábćrlega og ćtlum ađ fara aftur og sjá ţetta. Ţađ er setiđ viđ borđ og svo er bar og seldur bjór, muniđ ađ hafa peninga á lausu ţađ er ekki posi á barnum bara frammi í sćlgćtinu. Takk og bless, Ragnheiđur"

[Innsett 24. mars 2007 - JJ]

 

Jörundur frumsýndur á laugardag

Mikiđ verđur um dýrđir á Hólmavík um helgina, en leikritiđ Ţiđ muniđ hann Jörund verđur frumsýnt á laugardagskvöld kl. 20:30. Önnur sýning verđur svo á sunnudag kl. 15:00. Á laugardaginn verđur einnig opiđ í pizzur á Café Riis áđur en leiksýningin byrjar og Ferđaţjónustan Kirkjuból mun í samvinnu viđ Leikfélagiđ bjóđa ţeim sem langt eiga heim upp á gistingu og dýrindis morgunverđ. Hópar sem koma ađ geta einnig samiđ um heimsóknir á Galdrasafniđ á Hólmavík og Sauđfjársetriđ í Sćvangi í tengslum viđ ferđir á sýningar á Jörundi.

Nánar má frćđast um starfsemi ţessara ađila á vefsíđunum:

www.caferiis.is
www.strandir.is/kirkjubol
www.galdrasyning.is
www.strandir.is/saudfjarsetur

[Innsett 23. mars 2007 - JJ]

 

Jörundur hundadagakonungur  

Eins og alţjóđ veit eđa má í ţađ minnsta vita verđur Jörundur hundadagakonungur og ćvintýri hans viđfangsefni Leikfélags Hólmavíkur ađ ţessu sinni. Frumsýning verđur n.k. laugardag kl. 20:30. 

Í myndbandi á vefnum strandir.is er skyggnst á bak viđ tjöldin á ćfingu verksins, en ljósmyndir í myndbandinu tók Arnar S. Jónsson. Ţađ er Charlie gamli Brown, stórskotaliđsskytta Jörundar konungs sem leiđir okkur um undraveröld starfstéttar sinnar. Ţar kemur glöggt fram losti hans og ást til kanóna og alls sem ţeim fylgir, ásamt margvíslegum athugasemdum um hegđun íslensku ţjóđarinnar. 

[Innsett 20. mars 2007 - JJ]

 

Sýningarplaniđ á Jörundi lítur svona út:

Frumsýning 24. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20:30
2. sýning 25. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 15.00
3. sýning 6. apríl í Víkurbć Bolungarvík kl. 20:00
4. sýning 8. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
5. sýning 21. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
6. sýning 22. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
7. sýning 28. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30

Miđapantanir í síma 865-3838.

[Innsett 17. mars 2007 - JJ]

 

Vika í frumsýningu á Jörundi

Nú er einungis vika til frumsýningar á uppsetningu Leikfélags Hólmavíkur á leikritinu Ţiđ muniđ hann Jörund, eftir hiđ ástsćla leikskáld Jónas Árnason. Ćfingar hafa stađiđ yfir síđan snemma í febrúar og ţađ er Skúli Gautason, húsbóndi á Víđidalsá, sem leikstýrir verkinu. Fréttaritari strandir.is kíkti í Félagsheimiliđ á Hólmavík í gćr til ađ berja verkiđ augum og smellti hann einnig af nokkrum myndum í leiđinni. 

Óhćtt er ađ fullyrđa ađ ţarna sé á ferđinni mjög metnađarfull uppfćrsla og afar líklegt ađ ađsókn á leikritiđ verđi mjög góđ, en samkvćmt sýningaráćtlun verđur ţađ sýnt sex sinnum á Hólmavík. Minna verđur um leikferđir ađ ţessu sinni en venjulega.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Ljósm. Arnar S. Jónsson

[Innsett 17. mars 2007 - JJ]

 

Styttist í frumsýningu á Jörundi

Nú styttist í frumsýningu á ćvintýraverkinu Ţiđ muniđ hann Jörund hjá Leikfélagi Hólmavíkur, en hún er áćtluđ laugardaginn 24. mars. Sýningarplaniđ er birt hér ađ neđan. 

Leikfélag Hólmavíkur langar til ađ koma ţví á framfćri ađ félagasamtökum gefst kostur á ađ selja kaffi og međlćti á sýningum sem verđa á Hólmavík og er mögulegt ađ skipta ţví niđur á nokkur félög ef mörg hafa áhuga. Áhugasamir eru vinsamlegast beđnir ađ hafa samband viđ Salbjörgu sem fyrst í síma 865-3838 eđa sendiđ póst á netfangiđ salbjorg@holmavik.is.

Minna verđur um leikferđir ađ ţessu sinni en venjulega, ţar sem umfang verksins og fjöldi leikara gefur ekki almennilega kost á miklum ferđalögum.

Sýningarplaniđ er annars ţannig;

Frumsýning 24. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20:30
2. sýning 25. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 15.00
3. sýning 6. apríl í Víkurbć Bolungarvík kl. 20:00
4. sýning 8. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
5. sýning 21. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
6. sýning 22. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
7. sýning 28. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30

[Innsett 15. mars 2007 - JJ]

 

Allt á fullu hjá Jörundi

Nú standa yfir stífar ćfingar hjá Leikfélagi Hólmavíkur á söngleiknum Ţiđ muniđ hann Jörund eftir Jónas Árnason. Ađ sögn Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, formanns leikfélagsins, hefur stefnan veriđ tekin á ađ frumsýna verkiđ laugardaginn 24. mars nćstkomandi og ađ líkindum verđur fariđ í einhverjar leikferđir. Leikstjóri verksins er Skúli Gautason, en hann hefur leikstýrt tveimur uppsetningum hjá leikfélaginu áđur, Sex í sveit og Tobacco Road. 

Fréttaritari strandir.is leit viđ á leikćfingu í vikunni sem leiđ og komst ađ ţví ađ persónurnar eru óđum ađ taka á sig mynd; hinn eineygđi Charlie Brown haltrađi um á staurfćtinum, Jörundur bar myndarlegan hatt á höfđi og stutt var í dans og söng hjá öllum viđstöddum. Ţađ verđur án efa spennandi ađ sjá afraksturinn nú í lok mánađarins.

Image

Dansćfing í Félagsheimilinu.

Image

Gunnar Melsteđ skartar fríđu höfuđfati í hlutverki Jörundar.

 Image

Jón Gústi Jónsson sem Laddie   

Image

 Sigurđur Atlason í hlutverki Charlie Brown.

Image

Leikstjórinn Skúli Gautason glađur í bragđi, enda allt á réttu róli.

Image

Hópurinn tók ađ sjálfsögđu lagiđ samhliđa myndatökunni 
- ljósm. Arnar S. Jónsson.

[Innsett 3. mars 2007 - JJ]

 

Nóttin langa á Steingrímsfjarđarheiđi

Í gćr voru sjálfbođaliđar frá Leikfélagi Hólmavíkur og frá Grunnskólanum á Hólmavík í eldlínunni uppi á Steingrímsfjarđarheiđi, en ţar var ţýskt kvikmyndatökuliđ statt til ađ taka upp nokkur atriđi í heimildamyndina Nóttin langa (Die Längste Nacht). Ţađ er fyrirtćkiđ Gruppe 5 Film Pruduktion sem framleiđir myndina, en í henni er sýnt frá nokkrum svćđum á jörđinni og ţeim afleiđingum sem hrap loftsteins, svipuđum ţeim sem útrýmdi risaeđlunum, hefur á mannkyniđ. Leikararnir uppi á heiđi í gćr léku Frakka sem börđust áfram í fimbulkulda eftir ađ ísöldin hafđi tekiđ völdin í Frakklandi. Međal ţess sem var tekiđ upp var ćsileg ferđ á handknúnum járnbrautarvagni, sorgleg sena eftir dauđa einnar persónunnar og langar gönguferđir fólksins út í kalda óvissuna.

Líklegt er ađ myndin verđi sýnd á amerísku rásinni Discovery Channel í júnímánuđi nćstkomandi, en einnig verđur hún sýnd á fleiri erlendum stöđvum. Fréttaritari strandir.is var ađ sjálfsögđu uppi á heiđi í gćr og tók fullt af myndum af stemmningunni. Ekki náđust ţó margar myndir af senunum sjálfum, enda var ţá fréttaritarinn í hlutverki eins Frakkans, eins og allir hinir.

Image

Ţjóđverjarnir voru međ heilmikiđ af upptökugrćjum.

Image

Magnús Rafnsson og Ţórđur Halldórsson rabba um örnefni á Steingrímsfjarđarheiđi.

Image

Úlfar Hjartarson var ánćgđur međ stóra tćkifćriđ í kvikmyndunum.

Image

Hópurinn reynir ađ koma sér í karakter - loftsteinninn er lentur.

Image

Mikill tími fór í tilfćrslur og flutning á tćkjabúnađi.

Image

Magnús Bragason fékk ađalhlutverkiđ, hér er hann í karakter sem Frakkinn Henry.

Image

Húfa, vettlingar, teppi og hlý klćđi voru bráđnauđsynlegur búnađur.

 

Image

Frönsk flóttakona međ bros á vör.

Image

Kjötbollurnar voru mörgum kćrkomnar, enda margra stiga frost á heiđinni.

Image

Jón Gústi Jónsson einbeittur á svip.

Image

Stella Guđrún Jóhannsdóttir í búningi hinnar frönsku 11 ára gömlu Michelle.

Image

Hópurinn stillti sér upp fyrir myndatöku áđur en síđasta senan var tekin upp.
- Ljósm. Arnar S. Jónsson

[Innsett 1. mars 2007 - JJ]

 

Loftsteinn rekst á jörđina, fimbulvetur fylgir

Ţýskt kvikmyndatökuliđ verđur statt á Ströndum nćstu daga, en á miđvikudaginn verđa tekin upp atriđi í heimildamynd sem heitir Nóttin langa (Die Längste Nacht) í snjónum uppi á Steingrímsfjarđarheiđi. Leikfélag Hólmavíkur útvegar statista sem taka ţátt í kvikmyndatökunum og eru ţeir sem áhuga hafa á ađ taka ţátt hvattir til ađ hafa samband viđ Jóhönnu Ásu Einarsdóttir, formann Leikfélagsins (456-3626). Fundur verđur annađ kvöld ţar sem fariđ verđur yfir búninga og slíkt, en um 25 Íslendinga á öllum aldri ţarf í statistahlutverk. Munu ţeir leika Evrópubúa sem hafa veriđ á flótta í nokkrar vikur og ráfa yfir snjóbreiđuna á heiđinni. Mun handknúinn járnbrautarvagn einnig koma nokkuđ viđ sögu.

Myndin á ađ gerast haustiđ 2007 í Evrópu eftir ađ loftsteinn á stćrđ viđ ţann sem útrýmdi risaeđlunum á sínum tíma hefur hrapađ á jörđina og fimbulvetur skolliđ á.

Nánar má frćđast um verkefniđ á vefsíđu fyrirtćkisins www.gruppe5film.de. Hér er um ađ rćđa virđulegt kvikmyndafyrirtćki sem framleiđir kvikmyndir og heimildarmyndir fyrir margar stćrstu evrópsku sjónvarpsstöđvarnar.

[Innsett 26. feb. 2007 - JJ]

 

 Leikćfing og fundur í kvöld

Stjórn Leikfélags Hólmavíkur og Skúli Gautason ákváđu á fundi í gćr ađ láta reyna á uppsetningu á hinu frábćra verki Ţiđ muniđ hann Jörund eftir Jónas Árnason. Enn vantar eitthvađ af fólki til ađ leika, sérstaklega karla, en ef karlmenni fyrirfinnast ekki á Ströndum er reiknađ međ ađ konur skipi helstu hlutverk. Einnig eru nokkur hlutverk ţar sem enga textarullu ţarf ađ leggja á minniđ. Ennfremur vantar Leikfélagiđ sviđsmenn, leikmunareddara, saumafólk, búningafólk, kaffiuppáhellara, ljósamenn og fólk í mörg önnur störf. Fyrsta ćfing er í kvöld kl. 20.30 í Rósubúđ á Hólmavík, húsi Björgunarsveitarinnar. Allir áhugasamir eru hvattir til ađ mćta.

[Innsett 31. jan. 2007 - JJ]

 

Arí-dúarí-dúra-dei

Stjórn Leikfélags Hólmavíkur veltir nú fyrir sér í fullri alvöru ađ setja stórleikritiđ Ţiđ muniđ hann Jörund á sviđ í vor. Búiđ er ađ ráđa leikstjóra, hvert sem verkiđ verđur, og er ţađ góđkunningi Leikfélagsins sem stýrir uppsetningunni ađ ţessu sinni, Skúli Gautason. Til ađ komast ađ ţví hvort ţetta stórvirki sé framkvćmanlegt eru allir sem áhuga hafa á ţví ađ vinna međ Leikfélaginu í vetur viđ uppsetningu á Ţiđ muniđ hann Jörund beđnir um ađ hafa samband, jafnt konur og karlar. 

Ćtlunin er ađ byrja ađ ćfa á ţriđjudaginn svo nú ţarf ađ ákveđa sig og hafa samband viđ Ásu í síma 456 3626 eđa Söbbu í síma 4513476. Ekki er nauđsynlegt ađ geta bćđi sungiđ og leikiđ, ţví söngflokkur sér ađ mestu leyti um sönginn og leikflokkur um leikinn í leikritinu.

[Innsett 24. jan. 2007 - JJ]

 

Leiklestur á Tveimur tvöföldum

Leikfélag Hólmavíkur stendur fyrir leiklestri á gamanleikritinu Tveir tvöfaldir í félagsheimilinu á Hólmavík sunnudagskvöldiđ 7. janúar kl. 20:00. Leiklesturinn er hluti af ţví ađ skođa hvort leikritiđ henti til uppsetningar hjá félaginu, hvort hćgt sé ađ manna ţađ og leysa úr tćknilegum málum varđandi sviđsmynd. Allir sem vilja međ einhverjum hćtti taka ţátt í uppsetningu vetrarins eru sérstaklega hvattir til ađ mćta og láta í sér heyra og ađrir líka hjartanlega velkomnir. 

[Innsett 6. jan. 2007 - JJ]

 

Stórskemmtilegt spunakvöld

Í lok ársins stóđ Leikfélag Hólmavíkur fyrir spuna- og skemmtikvöldi á Hólmavík og tókst afbragđs vel til, ţótt áhorfendur hefđu mátt vera fleiri. Söngtríóiđ Vaka tróđ upp međ lög Jónasar og Jóns Múla og einnig kepptu 4 tveggja manna liđ í spunaleik og var ađ venju dregiđ um hverjir léku saman. Ţađ var liđiđ Hjónakornin sem fór á endanum međ sigur af hólmi eftir harđa keppni. Ţađ liđ samanstóđ af hjónunum Ester Sigfúsdóttur og Jóni Jónssyni á Kirkjubóli, en ţau drógust einnig saman og sigruđu á síđasta ári. Arnar S. Jónsson var hins vegar valinn Spunatröll Leikfélagsins af áhorfendum.

Margir skemmtilegir leikţćttir litu ţarna dagsins ljós og má til dćmis nefna spunaţáttinn Vegurinn um Arnkötludal sem liđiđ Hjónakornin lék í biblíusögustíl. Einnig má nefna stórleik Spunatröllsins Arnars og Jóhönnu Ásu Einarsdóttur í liđinu Ennisćttin, í spunaţćttinum sem bar nafniđ Óeirđir á Kárahnjúkum. Ţann leikţátt léku ţau í Shakespear-stíl og var innlifunin svo mikil ađ leikararnir töluđu allan tímann í bundnu máli eftir ađ hafa fengiđ hefđbundinn 10 sekúndna umhugsunartíma.

Spunatröll Leikfélags Hólmavíkur frá upphafi: 

2006 - Arnar S. Jónsson
2005 - Jón Jónsson
2004 - Bjarki Ţórđarson

Sigurvegarar í spunakeppni Leikfélagsins frá upphafi: 

2006 - Hjónakornin - Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson
2005 - Hjónakornin - Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson
2004 - The Singing Brothers - Arnar S. Jónsson og Jón Jónsson

[Innsett 4. jan. 2007 - JJ]

 

Undirbúningur í fullum gangi

Undirbúningur fyrir skemmtikvöld Leikfélags Hólmavíkur er nú í fullum gangi, en ţađ verđur haldiđ í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld kl. 20:30. Skemmti- og spunakvöldiđ er m.a. haldiđ til ađ lagfćra bágborna stöđu á bankareikningi félagsins og er ađgangseyrir 500 krónur. Leikfélag Hólmavíkur hefur átt margar góđar stundir og skemmtunin nú er haldin á 25 ára afmćli félagsins.

Spunaleikarar sem vilja skemmta sér vel eđa jafnvel slá í gegn í spunakeppninni í kvöld geta enn skráđ sig til ţátttöku hjá Salbjörgu Engilbertsdóttur í síma 451-3476 og 865-3838. 

Núverandi stjórn Leikfélagsins skipa Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhanna Ása Einarsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir.

[Innsett 29. des. 2006 - JJ]

 

Skemmti- og spunakvöld 29. des. 2006

Föstudagskvöldiđ 29. des. kl. 20:30 verđur skemmtikvöld og spunakeppni Leikfélags Hólmavíkur í félagsheimilinu á Hólmavík. Allir hjartanlega bođnir velkomnir og gestum verđur fagnađ ákaflega. Kaffi, gos og nammi. Skemmtikvöldiđ er haldiđ til ađ bćta stöđuna á bankareikningi félagsins sem einmitt fagnar 25 ára afmćli um ţessar mundir.

Áhorfendur velja nýtt spunatröll!

[Innsett 27. des. 2006 - JJ]

 

Fjörugur ađalfundur - skemmtikvöld framundan

Á dögunum var haldinn ađalfundur Leikfélags Hólmavíkur og var mikill hugur í fundarmönnum. Stefnt er ađ skemmti- og spunakvöldi á vegum Leikfélagsins á Hólmavík föstudaginn 29. desember og einnig var rćtt um verkefnaval fyrir uppsetningu vorsins á ađalfundinum. 

Fram kom á fundinum ađ fjárhagsstađa Leikfélagsins er međ versta móti sem skýrist helst af drćmri ađsókn á síđasta leikrit. Í stjórn Leikfélags Hólmavíkur voru kosnar Jóhanna Ása Einarsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir.

[Innsett 5. des. 2006 - JJ]

 

Ađalfundur ađalfundur ađalfundur

Ađalfundur Leikfélags Hólmavíkur verđur haldinn á sunnudagskvöldiđ kemur, 26. nóvember 2006 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Ţar verđur lagt á ráđin um verkefni vetrarins, en eins og menn vita er Leikfélagiđ á Hólmavík eitt allra ofvirkasta áhugaleikfélag landsins. Allir eru bođnir hjartanlega velkomnir og nýjum félögum verđur fagnađ ákaflega, segir í fréttatilkynningu. Lofađ er ađ kaffi, gos og nammi verđi á bođstólum á fundinum.

[Innsett 24. nóv. 2006 - JJ]

 

  Ađalfundur framundan 26. nóv. 2006

Sunnudagskvöldiđ 26. nóv. kl. 21:00 verđur ađalfundur Leikfélags Hólmavíkur. Allir hjartanlega bođnir velkomnir og nýjum međlimum verđur fagnađ ákaflega. Kaffi, gos og nammi í bođinu. 

Hefđbundin ađalfundurstörf og rćtt um verkefni vetrarins.

[Innsett 20. nóv. 2006 - JJ]

 

Hörđur Torfason á Hólmavík

Sagt er frá ţví á vef Popplands ađ söngvaskáldiđ Hörđur Torfa er ađ leggja upp í sína síđustu hringferđ í kringum landiđ og verđa međal annars tónleikar á Café Riis á Hólmavík sunnudaginn 24. september kl. 20:30. Hörđur hóf ađ ferđast um landiđ áriđ 1970 og smám saman ţróuđust ferđirnar út í ađ hann fór hringinn nánast á hverju ári og stundum tvisvar. Ţađ er varla til ţađ ţorp á landinu sem Hörđur hefur ekki heimsótt međ tónleika og flest ţeirra oftar en einu sinni. 

Hörđur hefur ákveđiđ ađ fara síđustu hringferđina núna í haust, ţó ađ í framtíđinni muni hann halda áfram heimsćkja ýmsa byggđarkjarna og stađi međ tónleika. Međ í farteskinu hefur hann nýútkomna Söngvabók og plötuna Tabú sem hefur veriđ yfirfćrđ á geisladisk. Auk ţess hefur hann međ sér nýútkominn disk međ heiđurstónleikum sem honum voru haldnir í Borgarleikhúsinu í september 2005.

Hörđur er Hólmvíkingum ađ góđu kunnur, enda hefur hann oft haldiđ tónleika á Hólmavík og ţykir afburđasnjall tónleikahaldari. Hörđur dvaldi einnig á Hólmavík viđ leikstjórn voriđ 1992 ţegar hann leikstýrđi gamanleiknum Glímuskjálfta hjá Leikfélagi Hólmavíkur.

Vefsíđa Harđar Torfa er á slóđinni www.hordurtorfa.com.

[Innsett 19. sept. 2006 - JJ]

 

Spakmćli síđunnar: „Eitt er um ađ tala, annađ ađ framkvćma.“

 
Vefur
: SÖGUSMIĐJAN
© 2002